fimmtudagur, október 31, 2002
Ég sit núna niðri Háskóla og er að gera eitthvað leiðinda verkefni sem ég á að skila á morgun. Þó að það sé hundleiðinlegt að vinna svona verkefni þá er ágætt að hanga í skólanum aftur. Fór á kaffistofuna í hádeginu og hitti þar sama fólkið og sat þar þegar ég byrjaði í skólanum fyrir 6 árum síðan. Og ekki nóg með það heldur eru alltaf sömu sögurnar jafn vinsælar. Til dæmis er fátt skemmtilegra en að heyra Bergstein sagnfræðinema (sem er reyndar nýorðinn BA) segja söguna af Gumma busa. Hér verður ekki farið nánar út í þá sögu, en þeir sem vilja heyra hana er bent á að fara á kaffistofuna í Árnagarði og leggja þar við eyrun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli