miðvikudagur, janúar 22, 2003
Vinkona mín, sem ég ætla ekki að nefna, en ég kalla hér Fr. Ping Pong neitar því alltaf að hún sé ólétt þó svo að allir aðrir viti betur. Hins vegar benda nánast allar hennar aðgerðir og orð til þess, og því þýðir ekkert að þræta lengur. Til að byrja með hætti hún að reykja upp úr þurru og sagðist „bara vera leið á því.“ Svo selja þau hjónin litlu Micruna sína og kaupa sér stóran fjölskyldubíl í staðinn (mig minnir að það sé station bíll). Hún er alltaf að kvarta yfir því að sér sé svo illt í bakinu, og ég man ekki betur en að hún hafi verið að kvarta yfir því um daginn að henni væri svo flökurt. Það sem sannfærði mig svo endanlega var þegar hún sagði mér um daginn að hún væri að hætta í annari vinnunni sinni, vinnu sem hún hefur verið í lengi á vinnustað sem hún elskar eins og eigið barn (hahahaha), vegna þess að það væri of erfitt og vegna þess að hún vildi ekki vinna þarna þegar hún væri orðin amma. Þetta finnst mér benda til þess að hún sjái fram á það að hún sé að verða mamma, annars hefði hún orðað þetta öðruvísi. Fr. Ping Pong neitar alltaf harðlega þegar þetta er borið á hana, en segið mér eins og er, er nokkur vafi á þessu í ykkar huga???
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli