miðvikudagur, apríl 02, 2003
Byrjaði í æfingakennslunni í dag. Ég er að kenna tvo bekki í MS, samtals 16 tíma. Það munaði engu að ég hefði klúðrað þessu algerlega því ég fattaði ekki hvað það er lítið eftir af skólanum (bara tvær vikur). Sem betur fer náði kennarinn minn að bjarga þessu fyrir mig þannig að ég ætti að ná að klára á „réttum“ tíma. Eini gallinn við þetta er sá að ég þarf að kenna krökkunum bókmenntir 20. aldar sem er ekki mín sterkasta hlið. En að vísu komst ég að því í dag að ég er samt töluvert klárari í þessu en þau. En þegar maður er að kenna bókmenntir 20. aldar þá er bara ein bók kennd, en það er hin bráðskemmtilega „Sögur, ljóð og líf“ eftir hinn bráðskemmtilega stílista Heimi Pálsson sem er best þekktur fyrir bækur sínar „Frásagnalist fyrri alda“ og „Straumar og stefnur.“ Þannig að þið getið ímyndað ykkur gleði mína þegar ég fékk að rifja upp þessa miklu gleði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli