föstudagur, febrúar 20, 2004
Ég fór í bíb-testið á þriðjudaginn og komst að einu sem ég hefði svo sem getað sagt mér sjálfur. Maður á ekki að borða núðlusúpu áður en maður fer að hlaupa. Ég komst í 8-6 en þess má geta að það þykir góð fyrir einfætta konu sem er ólétt af tvíburum og er kominn 8 mánuði á leið. Ég fékk hins vegar tækifæri til að prófa aftur í gær og komst þá upp í 12-1 sem er fínt. Næst er það bara Reykjavíkurmaraþonið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli