þriðjudagur, febrúar 10, 2004
Jamm, nú er búið að laga commentin mín og því hef ég enga afsökun fyrir því að blogga ekki lengur. Nú munu líklega margir spyrja „af hverju byrja aftur núna eftir svo langa bið?“ (Það er náttúrulega haugalýgi að ég margir muni spyrja. Þar sem ég hef ekki bloggað mjög lengi þá er enginn að lesa þetta og þar af leiðandi mun enginn spyrja þessarar spurningar. Hún var sett fram í ákveðnum tilgangi til þess að ég gæti útskýrt endurkomu mína). Jamm, en nóg um það, ástæðan fyrir því að ég ákvað að koma aftur er vægast sagt hégómleg. Þannig er að fyrir nokkrum dögum sat ég fyrir framan tölvuna og var að reyna hvað ég gat að skrifa ekki ritgerð. Endaði það með því að ég fór að lesa gömul blogg frá sjálfum mér. Kom þá í ljós að mér fannst ég vera svo skemmtilegur og fyndinn að ég fór að flissa upphátt og fékk fyrir það illt auga (ill augu) frá öðrum nemendum í tölvustofunni. Eftir þetta fór ég að hugsa að það væri nú synd að láta ekki aðra njóta þessa hæfileika minna og því ákvað ég að byrja aftur. Jamm
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli