miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Í dag er febrúar og þá á ég afmæli. Ekki alveg í dag að vísu heldur þann 23. Þá verður gaman. Auður er að vísu skelfingu lostin því hún heldur að hún hafi fundið grátt hár á hausnum á mér. Ég sannfærði hana um það að þetta væri bara birtan og að það væri miklu líklegra að ég yrði sköllóttur en gráhærður en það virtist ekki gleðja hana mikið. Í gær fengum við nýja nágranna þegar leigjendurnir í kjallaranum fluttu út og eigendurnir fluttu inn. Þá kom í ljós að þessir nágrannar eru ekki alveg nýir, a.m.k. ekki hvað mig varðar. Þannig er að þegar ég bjó í Súluhólunum bjó fjölskylda í Ugluhólunum þar sem voru tveir strákar á svipuðum aldri og við Helgi, þeir Finnur og Pétur Bjarnasynir. Síðan fluttu þau en ekki langt eða bara upp í Krummahóla. 4-5 árum síðar fluttum við líka í Krummahólana, og vorum þá í sama húsi og á sömu hæð og þau. 12-13 árum síðar fluttum við í Ásgarðinn og sama sumar flutti þessi fjölskylda einnig. Nú var sem sagt fólk að flytja í kjallarann og viti menn, það er að Finnur og kærastan hans sem birtust á tröppunum hjá okkur í gær. Þetta er sem sagt í þriðja sinn sem við verðum nágrannar og ég verð að segja að ég tel mig ansi heppinn með nágranna á Langholtsveginum (nema akkúrat þessa dagana því Finnur og kærasta eru að brjóta niður veggi og breyta hjá sér og fjöskyldan fyrir neðan okkur er að endurnýja eldhúsið hjá sér og virðist helst nota loftpressu til verksins).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli