miðvikudagur, apríl 13, 2005
Enn eitt dæmið um það að maður sé orðinn töluvert gamall. Ég þurfti að fara til læknis í dag. Heimilislæknirinn minn var veikur (vond auglýsing fyrir læknastéttina) þannig að ég var spurður hvort mér væri ekki sama þó að ég fengi annan lækni. Ég sagði að mér væri alveg sama og var þá vísað til læknis sem heitir Pétur. Þá kom í ljós að Pétur þessi er jafn gamall mér og gamall kunningi sem var í X-bekknum í MR. Mér hefur alltaf fundist læknar vera svo gamlir en þarna var sem sagt læknir sem var jafn gamall og ég. Hins vegar ber þess að geta að hann var mjög fagmannlegur og ég á von á því að leiðbeiningar hans hjálpi mér. Skemmtilegt þetta.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli