Ég fer í fríið, ég fer í fríið, ég fer í fríið... Það er rétt, ég mæti í vinnuna á morgun, fimmtudag en tek svo sjö vinnudaga í frí og en á því tímabili eru tvær helgar þannig að þetta er í raun 11 daga frí. Jibbí skibbí. Enn sem komið er hefur ekkert verið ákveðið hvað á að gera en líklega skreppum við eitthvað vestur í tvo eða þrjá daga. Svo verður eitthvað sofið og slappað af. Ætli maður reyni ekki eitthvað að skoða íbúðir í leiðinni og bara allt það sem manni dettur í hug. Ég á þá enn 5 daga eftir sem ég get tekið í vetur eða þegar við kaupum nýja íbúð.
Svo ætla ég að óska bæði Reykjavíkurborg og Gunna til hamingju með afmælið á morgun. Sennilega gleymi ég að spjalla við Gunna á morgun þannig að ég ætla að tryggja mig núna. Til hamingju með morgundaginn, Gunni!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli