fimmtudagur, mars 23, 2006

Það er allt að gerast í athugasemdunum hjá mér þessa dagana, a.m.k. meira en á þessari síðu. Þessa helgi var ég á Selfossi með um 40 öðrum dómurum. Frá því er svo sem ekki mikið að segja en til mín komu menn sem komu því á framfæri að þeir væru óánægðir með afköst mín. Svo kom athugasemd frá háaldraðri föðursystur minni á besta aldri þannig að núna verð ég að standa mig, the world is watching. Héðan í frá hef ég sett mér það markmið að skrifa eitthvað á hverjum degi (í óákveðinn tíma). Ekki reikna með mikilli snilld heldur takið viljann fyrir verkið.

Í vinnunni minni hér á Stöð tvö (eða 365 eða ÍÚ eða Norðurljósum eða Dagsbrún eða hvað það nú heitir er ég aðallega í því að lesa skjátextann sem er notaður í bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Hver lína má ekki vera lengri en u.þ.b. 33 slög þannig að oft er erfitt fyrir þýðendur að koma því til skila sem persónurnar segja. Þeir reyna að stytta textana og laga að því sem sagt er og er það alls ekki auðvelt. Stundum fáum við til okkar þýðingar sem geta verið töluvert fyndnar, hvort sem að þýðandinn ætlaði sér það eður ei. Hér koma nokkur dæmi:

"Undir stuttbuxunum, stutterma-
bolunum og ilskónum
slær hjarta manns
sem er ekki fjöruflækingur"

Næsta dæmi er úr þátt um þrekkepni kvenna sem var á Sýn. Mig grunar að þetta hafi viljandi verið haft svona:

"Kanadameyjar taka sér
stöðu fyrir dráttinn."

Næsta er úr íþróttakeppni þar sem kappreiðar voru í aðalhlutverki:

"Jim and Tonic sigraði en
þýsku hestarnir aftarlega á merinni."

Eins og áður grunar mig að þetta hafi verið viljandi en þessi þýðandi er sá sami og vildi kalla hina svokölluðu "Dauðariðla" í hinum ýmsu íþróttakeppnum "Náriðla".

Hér koma svo fleiri dæmi án útskýringa:

"Líkið fór til réttarlæknis"

"Að venju kemur dauði Jimmys
öllum í opna skjöldu"

"Það fékk mjög á móður mína
að andast"

"Á seinni vaktinni
í fyrranótt
varð verksmiðjan
eldi að bana."

"Aron Carrier gæti ekki
nauðgað flugu"

"Michael Jackson þarf
að afla sér fés."

"Auðvitað vakna ég þjáður
eins og blaut steypa á vegg."

"En þegar upp var staðið
vantaði fót neðan við hné."


Ég man nú ekki eftir fleiru í bili hér er oft fjör í vinnunni...

Engin ummæli: