föstudagur, mars 12, 2004
Ég nenni ekki neinu! Ég sit fyrir framan tölvuna og nenni satt að segja ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Verkefni næstu daga er að endurskrifa sögurnar sem ég ætla að nota í lokaverkefninu mínu og finna gömul og flott orð úr sögunum til að setja inn í til þess að auka orðaforða þessara krakkagemlinga. Vandamálið er að þau orð sem ég hef fundið í sögunum eru bara ekkert skemmtileg. "Krapparúm", "höfðafjöl" og "reyrbönd" eru allt saman merkileg orð og allra góðra gjalda verð, en þau eru ekki líkleg til þess að fá 10-12 ára gömul börn til þess að hoppa af kæti yfir því hvað þau séu skemmtileg. Því þarf ég líklega að skálda einhver skemmtileg orð til þess að kennarinn minn verði sáttur við verkefnið. Æ, þvílík armæða...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli