fimmtudagur, mars 11, 2004
Jibbíjei! Ég var að skila af mér u.þ.b. 200 verkefnum sem ég hef lesið yfir undanfarnar tvær vikur. Ekkert, ég endurtek, ekkert getur verið leiðinlegra en að lesa 200 keimlík verkefni sem fjalla öll um það sama. „Eiga fyrirtæki að hugsa um það eitt að hámarka hagnað sinn eða eiga þau að bera einhverja félagslega ábyrgð." Ég get svarið að ef ég heyri nafnið Milton Friedman eða Thomas Mulligan aftur á næstunni þá mun ég æla. En í kvöld ætla ég í fótbolta með öðrum dómurum og mun þar fá útrás fyrir bræði mína. Ég stefni að því að setja að minnsta kosti fimm bolta yfir girðinguna í dag. Heyrumst
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli