mánudagur, mars 01, 2004
Hmmm, ég verð víst að fara að blogga eitthvað aftur því þessi afmælistilkynning er eitthvað farin að úreldast held ég. Annars hef ég haft það ágætt síðan síðast. Ég er búinn að fá fullt af pökkum en enn þá er pláss fyrir nokkra í viðbót ef einhver var of seinn að senda mér eða hefur enn þá löngun til þess. En nóg um það í bili. Þetta var frekar róleg helgi. Á föstudaginn fór ég á völlinn og sá Fram spila við ÍBV og kíkti svo til Kjarra þar sem að gamlir kanataktar voru rifjaðir upp. Ég vann. Á laugardeginum fór ég að dæma og fór svo beint í vinnuna í Getraunum og var þar fram á kvöld. Á sunnudeginum vaknaði ég við kröftugt bank á svefnherbergishurðina hjá mér. Þegar ég loksins opnaði beið þar 16 mánaða bróðurdóttir mín frekar óþolinmóð og skyldi ekkert í því af hverju henni væri ekki hleypt inn strax. Eftir að sá misskilningur var leystur og allir voru orðnir sáttir var of seint að fara að sofa aftur þannig að við Auður ákváðum að fara í bíltúr og enduðum í vöfflum hjá systur hennar. Vöfflur eru góðar. Svo var hugmyndin að vaka og glápa á Óskarinn, en ég sofnaði klukkutíma áður en hann byrjaði svo sú hugmynd fór aldeilis í vaskinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli