Þetta skrifaði ég föstudaginn 20. febrúar 2004: Ég fór í bíb-testið á þriðjudaginn og komst að einu sem ég hefði svo sem getað sagt mér sjálfur. Maður á ekki að borða núðlusúpu áður en maður fer að hlaupa. Ég komst í 8-6 en þess má geta að það þykir góð fyrir einfætta konu sem er ólétt af tvíburum og er kominn 8 mánuði á leið. Ég fékk hins vegar tækifæri til að prófa aftur í gær og fór þá upp í 11-1 sem er fínt. Næst er það bara Reykjavíkurmaraþonið.
Þetta er í sjálfu sér ekki merkileg færsla nema hvað að núna á mánudaginn fór ég aftur í bíb-test. Maður hefði haldið að maður lærði af reynslunni en nei, auðvitað ekki. Mér tókst að belgja mig út af pulsum áður en ég fór að hlaupa. Mér fór að verða bumbult á 8. stigi en fékk ekki af mér að hætta því ef það er eitthvað leiðinlegra en að taka bíb-test þá er það að taka bíb-test tvisvar. Ég hætti í 12-3 en þá var ég farinn að jórtra eins og kýr. Gaman af því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli