þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Gerði svolítið sem ég hef ekki gert í langan tíma, bjó til Cheerios-nammi. Þetta var eitt af því sem ég gerði alltaf þegar ég var lítill og langaði í nammi en átti engan pening. Maður hrærir saman flórsykur, kakó og brætt smjörlíki og blandar svo leðjunni við Cheerios, Corn Flakes eða Rice Krispies. Á þessum tíma kunni ég tvær uppskriftir, þetta og Royal-skyndibúðing. Þessu skaut allt í einu upp í kollinn á mér um daginn og ég varð bara að prófa þetta aftur. Þetta er sama snilld og mig minnti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli