mánudagur, mars 07, 2005
Hvað eiga orðin fyrrverandi, verð, tölva, 8. áratugurinn sameiginlegt með orðatiltækinu að berast á banaspjóti og slóðunum www.ismal.hi.is, www.lexis.hi.is, visindavefur.hi.is. Og hvað á allt þetta sameiginlegt með eignarfalls-essi í landaheitum og beygingu á fyrirtækjanöfnum og mannanöfnum. Jú, þökk sé mér að nú mun enginn maður á Íslandi tala einhverja vitleysu hvað varðar þessi atriði. Ég var sem sagt í Íslandi í bítið í morgun sem og fyrir hálfum mánuði og fræddi lýðinn um íslenska tungu. Þetta hefur nú gengið ágætlega og lýðurinn orðið margs fróðari auk þess sem frægð mín út á við hefur aukist til muna. Þetta má til dæmis sjá á Veftíví á Vísi.is. Þar sem að ég hef farið þrisvar sinnum og verið fimm mínútur í senn þá má segja að hafi öðlast mínar 15 mínútur af frægð. Þess vegna reikna ég með að leggja skóna á hilluna eftir þennan dag og því var þetta svanasöngur minn í sjónvarpi (í bili að minnsta kosti). Því hvet ég alla til þess að horfa á þetta á meðan tækifæri gefst. Eða sleppa því, það meikar ekki diff hvort eð er. Það er allt á leiðinni til andskotans.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli