Þá er komið að því sem sumir hafa beðið eftir lengi, NBA-spánni. Nú þegar maður hefur aðgang að NBA TV er eðlilegt að maður standi sig betur en í fyrra (förum ekki nánar út í það). En semsagt, hér kemur það.
MVP
Mummi kallar hann "The Big Predictable". Tim Duncan er langbesti maðurinn í einu besta liðinu. Þó að hann sé ekki fansísmansí þá virkar hann. Aðrir sem koma til greina: Dwayne Wade, LeBron James, Kevin Garnett, Shaq, Dirk Nowitski, Steve Nash.
NBA-lið ársins
1. lið
C. Shaq - Enginn annar kemur til greina.
F. Kevin Garnett - Gæti dottið niður í annað liðið ef Minnesota gengur illa.
F. Tim Duncan - Besti forwardinn í deildinni.
G. Steve Nash - Phoenix-liðið verður enn þá gott og hann heldur því á floti
G. Kobe Bryant - Ekki það að ég vilji hafa hann þarna en reikna með að hann verði valinn af gömlum vana.
2. lið
C. Yao Ming - Næstbesti senterinn
F. Dirk Nowitski. - Gæti slegið Garnett út ef Dallas gengur vel og Minnesota illa.
F. Jermaine O'Neal - Indiana verður mjög gott og hann nýtur þess.
G. Dwayne Wade - Fáránlega góður. Gæti komist í fyrsta liðið ef Miami spilar vel.
G. LeBron James - Sama gildir um hann og Wade. Gæti slegið Nash eða Bryant út.
3. lið
C. Ben Wallace. Fulltrúi Detroit, aðrir senterar koma varla til greina.
F. Ron Artest - Ef hann lemur ekki neinn.
F. Andrei Kirilenko - Eins og Mummi er ég með sentimental pick. Besti varnarmaður deildarinnar.
G. Ray Allen - Besta skytta deildarinnar.
G. Tracy McGrady - Fíla hann ekki en hann skorar það mikið að hann kemst inn.
On the bubble: Shawn Marion, Allen Iverson, Jason Kidd, Michael Redd, Gilbert Arenas, Emmanuel Ginobili, Pau Gasol.
Nýliði ársins.
Andrew Bogut. Milwaukee verða góðir og hann mun eiga stóran þátt í því. Chris Paul kemur líka til greina því hann mun vera með fínar tölur en liðið hans sökkar. Deron Williams byrjar hægt en kemur svo sterkur inn í lokin.
Nýliðalið
C. - Andrew Bogut
F. - Sean May
F. - Danny Granger
G. - Deron Williams
G. - Chris Paul
Varnarmaður ársins
Andrei Kirilenko. Frábær perimeter-varnarmaður og getur blokkað rúmlega 3 skot í leik og stolið rúmlega tveimur boltum. Hefur vinninginn yfir Bruce Bowen, Ben Wallace og Ron Artest
Varnarlið ársins
C - Ben Wallace. Besti varnarmiðherjinn, án nokkurs vafa
F - Kevin Garnett. Frábær varnarmaður, stór og snöggur.
F - Andrei Kirilenko. Sjá hér að ofan.
G - Bruce Bowen. Ray Allen þolir ekki að spila á móti honum
G - Ron Artest. Stretch sem bakvörður en hefur þó spilað þar. Einn af þremur bestu varnarmönnum deildarinnar.
Sjötti maður
Sarunas Jasikevicius. Wild pick. Hann á eftir að verða þeim mjög mikilvægur þegar Jamaal Tinsley meiðist.
Þjálfari ársins
Jerry Sloan. Ég held að menn bíði eftir tækifæri til að kjósa hann þjálfara ársins. Ef Utah kemst í playoffs held ég að hann komi sterkur inn.
Framkvæmdastjóri
RC. Buford. Hann fékk Van Exel, Finley og Argentínumanninn ódýrt. Kannski Donnie Walsh hjá Indina, en ég hef meiri trú á Buford
Endurkoma ársins
Hér verð ég að vera sammála Mumma um að T.J. Ford sé líklegur. Nr. 2, Greg Ostertag (ef Sloan drepur hann ekki) Ef við erum að tala um most improved player segi ég að það sé Mehmet Okur sem verður frábær í vetur.
Vonbrigði ársins
Lið. Vonandi Denver Nuggets. Leikmaður. Kenyon Martin.
LVP
Ef við erum að tala um Least Valuable Person þá er það án efa Isiah Thomas. En þar sem að ég geri ráð fyrir að við séum að tala um Least Valuable Player þá verð ég að nefna Jerome James. Þegar Isiah Thomar borgar þér 50 milljónir eru góðar líkur á þvi að þú sökkir.
Lokastaða riðla:
Austurdeild
Atlantic
1. Boston - Fyrir Mumma. Þeir gætu þó komið á óvart. Framtíðin er þeirra
2. New Jersey - Eina liðið sem gæti ógnað Boston. Spurning hvað lykilmenn endast.
3. Philadelpha - Ef Webber og Iverson ná vel saman og eru heilir gæti allt gerst. Lítil breidd samt.
4. New York - Þeir eru heppnir að Toronto er í sama riðli.
5. Toronto - Eitt af þremur slökustu liðunum í deildinni. Allt í upplausn.
Central
1. Indiana - Besta liðið í austrinu.
2. Detroit - Stutt á eftir Indiana. Myndi ekki vilja mæta þeim í playoffs.
3. Milwaukee - Stórskemmtilegt lið. Fíla Bogut og Ford.
4. Cleveland - LeBron er frábær en spurning með aðra.
5. Chicago - Gæti þess vegna náð þriðja sætinu í riðlinum. Spurning hvort þeir nái að fylla í skarð Currys.
Southeast
1. Miami - Langbesta liðið í riðlinum, ef allt gengur upp. Gæti þó verið gangandi tímasprengja.
2. Washington - Langnæstbesta liðið í riðlinum. Arenas er flottur.
3. Orlando - Svo að ég noti orð Mumma "Boring"
4. Charlotte - Gætu orðið þokkalegir eftir 2-3 ár. Ekkert spes núna samt.
5. Atlanta - Lélegasta liðið í deildinni.
Vesturdeild
Southwest
1. San Antonio - Sennilega besta liðið í deildinni.
2. Houston - Of hypaðir en sennilega góðir samt.
3. Dallas - Gott lið en þessi riðill er sennilega sá besti í deildinni (og Central)
4. Memphis - Sama og með Dallas. Pau Gasol er drullugóður
5. Hornets - Gefum þeim nokkur ár. Paul verður góður, samt ekki jafngóður og Deron Williams (svipað og Marbury vs. Kidd)
Northwest
1. Denver - Þoli ekki þetta lið en á pappírnum er þetta sterkasta liðið í riðlinum
2. Utah - Get ekki sett þá neðar. Okur er stjarnad og Kirilenko ótrúlegur. Boozer er???
3. Minnesota - Garnett einn og sér kemur liðinu svona hátt.
4. Seattle - Ná ekki að fylgja árangri síðasta árs eftir. Eiga eftir að sakna Daniels. Of margir Free agents
5. Portland - Helmingurinn af liðinu má ekki vera úti eftir kl. 8 og hinir eru villimenn og vitleysingjar. Sjáumst eftir 4-5 ár.
Pacific
1. Phoenix - Spurning hvenær Stoudemire hvenær aftur. Samt bestir í riðlinum.
2. Sacramento - Ekki mikil breidd en gott starting five
3. Clippers - Verða í baráttunni um playoffs. Cassell bætir liðið mikið.
4. Golden State - Hypaðir en ekkert sérstakir. Davis meiðist og þá er allt búið.
5 Lakers - Þeir sökka. Kwame Brown sökkar og þeir sökka allir
Playoffs
Austur
1. Indiana
2. Miami
3. Boston
4. Detroit
5. New Jersey
6. Washington
7. Milwaukee
8. Cleveland
Vestur
1. San Antonio
2. Phoenix
3. Denver
4. Houston
5. Dallas
6. Sacramento
7. Utah
8. Memphis
Undanúrslit
Detroit - Miami 4-3
San Antonio - Phoenix 4-1
Meistarar
Same old, same old. San Antonio- Detroit 4-2
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli