fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Hvað skildi nú hafa drifið á daga mína síðustu daga? Eftir að hafa hvílt mig mikið eftir NBA-spána hóf ég aftur störf og allt gekk sinn vanagang. Undanfarna daga hef ég mikið reynt mig við hinar ýmsu bókmenntagetraunir, til dæmis hér og hér með misgóðum árangri. Í annarri hefur allt gengið framar vonum en hinni ekki. Í þeirri þar sem maður þarf að vita hlutina get ég ekkert en þar sem er hægt að gúggla þá gengur mjög vel og ég get bráðum opnað bókasafn það sem ein bók verður lánuð út. Í framhaldi af því vil ég mæla eindregið með bókum Viktors Arnars og ég hlakka til að lesa þá nýjustu. Þýðingar Gísla les ég hins vegar á hverjum degi mér til mikillar ánægju.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli