þriðjudagur, febrúar 14, 2006
Það var mikið um að vera hjá okkur um helgina. Við fengum tvær litlar frænkur í heimsókn og það var ansi fjörugt hjá þeim. Þær eru nú nokkuð góður vinkonur en samt er ansi stutt í klagið hjá þeim, "Hún er að taka af mér" "Hún hrinti mér" o.s.frv. Svo fórum við í húsdýradarðinn þar sem hellirigning fékk ekki stövðað litlu dömurnar. Þær voru að vísu mishræddar við dýrin, önnur reyndi alltaf að troða sér inn í básana en hin lét sér nægja að horfa á úr fjarlægð. Eftir alla bleytuna þurfti svo að fara heim og borða pönnukökur og drekka kakó. Þegar var búið að skila þeim þurftum við Auður svo að leggja okkur tvisvar eftir öll lætin og við erum enn þá að jafna okkur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli