þriðjudagur, maí 02, 2006
Jæja, ekki tók það langan tíma að svíkja þetta loforð. Hér eftir lofa ég ekki öðru en að reyna mitt besta. Það var heilmikið að gera hjá mér um helgina, flest á einhvern hátt vinnutengt. Var aðstoðardómari á leik Leiknis og Aftureldingar á Ghetto ground í Breiðholtinu. Ég hélt að vel yrði tekið á móti mér þegar ég sneri aftur á heimaslóðir en menn voru ekki alveg sáttir við mig allan tímann án þess þó að það væri eitthvað meira en það sem maður fær venjulega að heyra frá áhorfendum. Það var a.m.k. ekki slátrað kálfi þegar týndi sonurinn kom heim. Þá átti pabbi gamli afmæli og við litum aðeins á hann og hittum Önnu Alexöndru. Þeim viðskiptum lauk á þann veg að hún fór grátandi heim og fullyrti að ég væri ekki lengur vinur hennar en þegar ég spurði hvort hún vildi þá ekki lengur koma í heimsókn þá minnkaði gráturinn því ekki vildi hún missa af heimsókn til Oddbergs frænda. Svo þurfti ég að lesa heima, lesa eina ritgerð um japanska garða, hjálpa einum vandræðagemlingi fyrir samræmdu prófin og ýmislegt fleira. Þannig að ég vona að dómarar hafi fyrirgefið mér að hafa ekki mætt í Esjugönguna. En ég var með þeim í anda.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli