miðvikudagur, apríl 26, 2006
Ég var næstum búinn að svíkja loforðið mitt um að blogga á hverjum degi strax á öðrum degi. En þar sem ég sit núna í vinnunni minni í Getraunum og bíð eftir því að nálgast úrslitin úr leik ÍR og Hauka í B-deild Deildarbikar kvenna þá hlýt ég að nota tækifærið til að standa við loforðið. Ég hef unnið núna í Getraunum í 5-6 ár og satt að segja er ég orðinn örlítið leiður á því. Þegar ég byrjaði hérna þá var þetta fínt starf með skóla, mæta 1-2 í viku, fylgjast með leikjum dagsins og fara svo heim. Með tímanum þróaðist það þannig að ég tók að mér alla miðvikudaga og nánast undantekningalaust unnið alla miðvikudaga. Vinna hefur breyst töluvert á þessum tíma, leikjum hefur fjölgað og þar af leiðandi er meira að gera. Ég hef lýst þessari vinnu oft þannig að ég fái borgað fyrir að horfa á fótbolta en satt að segja er það ekki alveg rétt. Vissulega fylgist ég með leikjunum sem eru í sjónvarpinu en yfirleitt er það mikið að gera og margt sem þarf að fylgjast með að ég næ ekki að horfa á neina leiki almennilega. Þá lendir maður oft í því, sérstaklega á veturna, að þurfa að hringja í íþróttahús til að uppfæra stöðuna í handbolta- og körfuboltaleikjum og fátt veit ég leiðinlegra en að hringja endalaust í misgeðgóða húsverði til að fá upplýsingar. Þá hefur vinnutíminn líka breyst þannig að ég þarf alltaf að mæta kl. 4 og fer í fyrsta lagi kl. 10 og þarf að vera lengur ef enn þá eru leikir í gangi, eins og í kvöld. Áður fyrr var það þannig að maður mætti bara 5 mínútum áður en fyrsti leikur dagsins hófst og fór svo þegar síðasti leikur var búinn og maður var búinn að ganga frá öllu. En vegna ákveðinna breytinga í vinnunni þarf maður að lágmarki að vera til 10 sem getur verið þreytandi þegar nákvæmlega ekkert er að gera. Hvers vegna er ég að röfla þetta allt saman? Jú, vegna þess að mér hundleiðist þessa stundina og væri alveg til í að vera heima með Auði eyða deginum á annan hátt. En stundum þarf maður víst að gera annað en það sem mann langar til. Því miður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli