laugardagur, maí 04, 2002

Jæja, nú er víst búið að auglýsa þessa litlu dagbók mína á netinu. Hún Solla skrifaði það í sína dagbók að við Arnór værum báðir komnir með svona dagbók og þakka ég henni fyrir það. Nú er ég ekki að skrifa bara fyrir sjálfan mig (vona ég) heldur eru kannski einhverjir úti í hinum stóra heimi sem „lesa mig.“ En Solla gerði mér líka hræðilegan óleik, því að hún sagði að fólk ætti endilega að skoða þetta hjá mér því að ég væri svo skemmtilegur.
(Hún sagði reyndar líka að Nóri væri skemmtilegur, en það er bara af því að hann er svo lítill að það má ekki skilja hann útundan! En málið er bara að Solla setti ákveðna pressu á mig með þessu því að nú þarf ég alltaf vera skemmtilegur því að nú er allur heimurinn að „lesa mig“ og ég verð dæmdur út frá þeim skrifum sem hér er að finna. Það var aldrei markmið mitt að vera skemmtilegur, þó að ég eigi vissulega auðveldar með það en flestir aðrir, heldur átti hér að finna djúpar pælingar um það sem hæst rís í heimsmálum og innanlandsmálum, en nú verð ég víst að sleppa því enda fátt leiðinlegra en heimsmál og innlandsmál. Því mun ég reyna að vera skemmtilegur þegar ég skrifa hérna, nema á mánudögum. Því að jafnvel mér tekst ekki að vera skemmtilegur á mánudögum!

föstudagur, maí 03, 2002

Ekkert sérstakt að gerast. Ég er að reyna að skrifa ritgerð þessa dagana,
en þess á milli geri ég nánast ekki neitt, enda eru allir vinir mínir í prófum.
Á eftir er ég að fara að dæma í fótboltamóti lögfræðinga félagsins. Ímyndið
ykkur hryllingin, að dæma hjá hópi manna sem vinna við það að mótmæla
dómum, áfrýja o.þ.h. Ég er að vísu orðinn sæmilega vanur þessu, en þetta
er samt taugastrekkjandi.