miðvikudagur, desember 18, 2002

Þetta er alger snilld. Minnir á gamla góða tíma með Gunna og Kjarra.
Ég á eftir að kaupa allar jólagjafir og gera allt fyrir jólin. Mig vantar einhverja sjálfboðaliða til þess að fara með mér niðrí bæ, skoða jólagjafir, kaupa ekkert og fara svo á Subway eða KFC og fá sér að borða.
Ég er í vinnunni núna, þurfti að fara beint eftir prófið sem er ekki mjög skemmtilegt. Svo er ekkert skemmtilegt að horfa á í sjónvarpinu bara Liverpool-Aston Villa í bikarnum og allir sem hafa eitthvað vit á fótbolta vita að það er ekkert skemmtilegt að horfa á Liverpool!!!
Jæja þá er ég búinn í prófum eftir langa og stranga törn. Tvö próf á þremur dögum og ekki nema rúmar þrjár vikur til lestar. Sem er ekki of mikið þegar maður þarf að lesa samtals 400 bls!!! Ekki lítið það. Ég get ekki fyrir mitt litla líf munað hvað þessir kúrsar heita sem ég var í sem er nú frekar sorglegt. En mér gekk ágætlega held ég.