miðvikudagur, ágúst 11, 2004



Feeling hot hot hot
Nú sit ég í vinnunni og borða ís. Það er eina leiðin til að lifa daginn af. (Þetta var aldeilis frumlegt blogg hjá þér Oddbergur. Gott að blogga um veðrið og hvað það heitt úti og svoleiðis. Ég sé Nóbelsverðlaunin á næsta leiti)
Af hverju voru aldrei sett hitamet á þeim 10 árum sem ég var að vinna úti á sumrin. Nú er vart þverfótað fyrir hitametum um allan bæ og ég þarf að sitja inni eins og einhver asni. Til að bæta gráu ofan á svart mætti Arnór í stuttbuxum í vinnuna og því þarf ég að horfa á bera leggi hans i allan dag. Ég hélt að því tímabili í lífi mínu væri lokið. En ég get hefnt mín með því að fara bara úr að ofan. Sá hlær best sem síðast hlær. Hahaha

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Jæja, þá er enn ein tilraunin til að hefja bloggið aftur upp í hæstu hæðir (sem voru nú aldrei mikið hærri en Breiðholtið). Við Auður höfum nú komið okkur ágætlega fyrir í íbúðinni okkar (Langholtsvegi 198 ef einhver vildi heimsækja okkur og færa okkur innflutningsgjafir). Annars hef ég ekki mikið að segja að þessu sinni en vona að ég verði duglegri á næstunni að setja eitthvað inn.

Ta , ta dingdangdo