laugardagur, maí 18, 2002

Þá er ég búinn að vera einn dag í sumarfríi og kann bara ágætlega við þetta. Ég gæti jafnvel hugsað mér að
gera þetta að aðalstarfi mínu einhvern daginn! Í gær gerði ég nákvæmlega ekkert fyrri partinn og var fullkomlega
sáttur við það. Næstu daga ætla ég að reyna að einbeita mér að því að gera alltaf minna en daginn áður. Þannig
að þegar ég byrja í vinnunni verð ég í fínu formi!!!

föstudagur, maí 17, 2002

Tralalalalalalalalalalalalala!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég er búinn að skrifa ritgerðina mína, búinn að ýta á CTRL-P og henda henni í hausinn á kennaranum.
Núna er ég sem sagt kominn í sumarfrí og hef nákvæmlega ekkert að gera!!! Maður kann ekki að vera
í sumarfríi. Ef að fólk hefur einhverjar hugmyndir þá megið þið endilega láta mig vita! Vonandi verður samt
gott djamm um helgina!!!
Annars vorum við Jóhanna að ræða málin og okkur finnst þessi umræða um samband hennar við aðra
menn frekar ósmekkleg. Sérstaklega sárnuðu henni orð Þverbrekkingsins sem eru gersamlega úr lausu
lofti gripin. Að öðru leyti mun ég ekki hafa fleiri orð um samband okkar, sem blómstrar sem aldrei fyrr!!!

þriðjudagur, maí 14, 2002

Ég vil byrja á því að þakka Magnúsi frá Þverbrekku fögur orð í minn garð á comment
síðunni. Sjálfur er ég sannfærður um að ég mun verða fastagestur í stól Magnúsar
í framtíðinni og mun njóta þess að gera hann jafn geðveikan og ég er!!!

Jæja ekki get ég verið minni maður en hann Arnór (enda er nú nánast ómögulegt
að vera minni maður en Arnór!!! Ég þekki bara einn mann sem var minni en hann
og það er hann Kári, en hann er nú bara hálfmenni!) og því verð líka að halda áfram
að skrifa eitthvað hér þó að lítið hafi gerst í mínu lífi undanfarið. Ég fór að vísu í vorferð
á laugardaginn, eins og hann Arnór, og hef því litlu að bæta við frásögn hans. Að vísu
vil ég taka fram að ég vann ratleikinn, nánast upp á mitt einsdæmi, en var það fremur
vegna heimsku mótherjara minna en snilli minnar. Svo tók við gott partý hjá honum Kormáki
A.K.A. Arnór og svo var haldið í bæinn þar sem pöbbar bæjarins voru þræddir. Að sjálfsögðu
kom ég við á Hverfisbarnum og keypti bjór hjá henni Jóhönnu minni og var ekki laust við
að hún rendi til mín hýru auga!!! Svo tók við löng gönguferð heim, en fólkið sem hæddi mig
sem mest fyrir að ganga heim, fór svo upp í vitlausan strætó og endaði með því að þurfa að
taka leigubíl úr Grafarvoginum upp í Breiðholt. HAHA!!! Á sunnudeginum tók ég það rólega en
en í gær fór ég í mat til Kjarra og Laufeyjar og aldrei þessu vant spiluðum við ekki heldur fórum
í heimsókn til hennar Eddu Lilju. Hún á alveg ofsalega sæta stelpu sem heitir
Ása og tvo ketti. Í dag er ég svo að skrifa
ritgerðina frá helvíti sem virðist aldrei ætla að verða búin!!!