fimmtudagur, desember 23, 2004

Í dag eignuðust vinir mínir, þau Lilja og Gísli, litla stelpu sem væntanlega verður nefnd Þorlákína í tilefni dagsins. Ég óska þeim til hamingju og óska um leið öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Þá er komið að NBA spánni fyrir 2004-2005 tímabilið. Mummi og Nóri munu einnig birta sínar spár og lok tímabilsins verður spáin gerð upp og sá sem tapar verður húðstrýktur á almannafæri og settur í gapastokk. En hér kemur spáin...

MVP

Tim Duncan (Spurs). Spurs verða bestir og hann er besti leikmaður liðsins. Fær þó harða samkeppni frá Garnett.

NBA-lið ársins

Fyrsta lið:
C. Shaquille O?Neal (Miami) Hver annar?
F. Tim Duncan (San Antonio) Sá besti
F. Kevin Garnett (Minnesota)Hugsanlega líka sá besti
G. Kobe Bryant (Lakers) Af því að hann verður hér hvað sem hann gerir
G. LeBrin James (Cleveland) Ekki að hann eigi það skilið en hann er bara svo vinsæll

Annað lið:
c. Yao Ming (Houston) ? Áberandi næstbesti centerinn
F. Jermaine O?Neal (Indiana) ? Ef Duncan og Garnett væru ekki svona fáranlega góðir væri hann ofar.
F. Andei Kirilenko (Utah) ? Springur út í vetur
F. Tracy McGrady (Houston) ? Af gömlum vana
F. Allen Iverson (Philadelphia) ? Af gömlum vana
Þriðja lið:
C. Ben Wallace (Detroit) ? Hver annar?
F. Peja Stojakovic (Sacramento) - Skorunarvél og er í þokkalegu liði
F. Dirk Nowitski (Dallas) - Skorunarvél og er í þokkalegu liði
G. Jason Kidd (NJN) Fer samt eftir því hvað hann spilar mikið
G. Michael Redd (Milwaukee) Sleeper

Nýliði ársins

Emeka Okafor (Charlotte) ? Ekki mikið af impact leikmönnum í þessu drafti. Hann virðist vera tilbúinn ólíkt mörgum öðrum nýliðim sem þurfa 2-3 ár til að sanna sig. Hann vinnur því helst vegna þess að aðrir eiga það ekki skilið.
Nýliðalið ársins
Ég leyfi mér að nota orð Mumma hér:
?Vá, þetta er erfitt val. Þetta verður eflaust ágætur árgangur síðar meir, en nú í ár eru svo margir ungir og óreyndir að það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta. Í raun er þetta helst spurning um hverjir fá að spila eitthvað í vetur.?
Gæti ekki sagt það betur sjálfur.

Fyrsta lið:

Emeka Okafor (Charlotte) Ef hann er besti nýliðinn hlýtur hann að vera í nýliðaliðinu
J.R. Smith (Hornets)Þekki svo sem ekki mikið til hans en heyrði að hann væri mögnuð skytta
Andrei Iguodala (Philadelphia) Byrjar inn á í vetur. Held að hann sé mjög solid
Devin Harris (Dallas) Byrjar væntanlega inn á. Verður með fínar tölur.
Ben Gordon (Chicago) Á eftir að skora mikið en verður með lélega hittni
Annað lið:
Al Jefferson (Boston) Hef trú á þessum strák, verður solid á 1. ári
Dwight Howard (Orlando) Mun standa sig ágætlega á 1. ári en ekkert stórkostlegt
Beno Udrih (Spurs) Spurs hafa lag á að fá góða erlenda leikmenn aftarlega í valinu, sbr. Tony Parker
Luol Deng (Chicago) Solid, en 9-10 stig, 4 fráköst 1-2 stoðsendingar
Dorrell Wright (Miami) Þekki ekki mikið til hans en hann spilaði ágætlega í pre-season held ég

Varnarmaður ársins

Andrei Kirilenko (Utah) Verður á topp 3 listanum yfir stolna bolta og varin skot + að taka 8-10 fráköst

Varnarlið ársins

Ben Wallace (Detroit) ? Augljóst
Kevin Garnett (Minnesota) ? Munar litlu á honum og Duncan
Andrei Kirilenko (Utah) ? Augljóslega
Bruce Bowen (San Antonio) ? Spyrjið bara Ray Allen
Ron Artest (Indiana) ? Má færa rök fyrir því að hann sé SG

Sjötti maður ársins

Matt Harpring (Utah)- Mun skora í kringum 15 stig og taka 7-8 fráköst af bekknum

Þjálfari ársins

Stan Van Gundy (Miami). Jerry Sloan ætti að vinna þetta en ég hef grun um að hann geri það ekki því menn búast við of miklu af liðinu. Miami er tískulið sem allir fylgjast með.

Framkvæmdastjóri ársins

Joe Dumars (Detroit) - Antonio McDyess og Carlos Delfino verða góðir og Dumars er well respected.
Endurkoma ársins

Væri gaman ef það yrði Grant Hill en ég hef ekki trú á því. Væri líka gaman ef það yrði T.J. Ford. Hann virkar fínn náungi. Tvö nöfn koma upp í hugann: Raef LaFrentz hjá Boston sem hefur verið meiddur lengi og Malik Rose hjá San Antoniosem hefur verið í hundakofanum hans Popovich. Mitt val. Malik Rose.

Vonbrigði ársins

Denver - Carmelo fer í fýlu, Camby meiðist, Martin lemur einhvern og verður dæmdur í bann.

LVP (Least Valuable Player)

Glenn Robinson. (Philadelphia) Fær allt of mikið borgað, spilar ekki vörn, er cancer í búningsherberginu og liðin hans vinna aldrei.

Playoff-lið, austan

Þrjú góð lið. Eitt þeirra gæti orðið (verður) hræðilegt ef (þegar) aðalmaðurinn meiðist. Svo gæti maður þess vegna dregið hin nöfnin úr potti.

Detroit - Vinnur Miðdeildina eftir harða keppni við Indiana
Miami - Vinnur Suðausturdeildina eftir harða keppni við ekki neinn
New York - Eftir 50 ár verður þetta talið lélegasta liðið til að vinna deild í NBA. Boston og Philadelphia gætu veitt þeim harða keppni um 1. sætið.
Indiana - Næst besta liðið í austrinu
Boston - Gætu orðið betri en maður heldur
Philadelphia - Menn búatst ekki við miklu af þeim og þeir gætu komið á óvart. Þurfa að losa sig við Glenn Robinson
Cleveland - Það er bara of mikið af lélegum liðum í austrinu. Eru með dísent stóra menn + LeBron. Ætti að duga.
Orlando - Eru með sæmilega breidd. Howard og Hill eru þó spurningamerki.

Bubble lið: New Jersey. Fer allt eftir Jason Kidd. Spilar hann? Verður hann seldur? Þetta gæti líka orðið hræðilega lélegt lið.

Playoff-lið, vestan

Spurs - Vinna Suðvesturdeildina örugglega
Minnesota - Vinnur Norðvestrið
Sacramento - Þó að þeir hafi dalað eru þeir samt þrusugóðir. Ostertag skorar 13 stig í leik og tekur 11 fráksöst. Jerry Sloan drepur hann.
Dallas - Nowitski og Finley eru enn þá þokkalegir. Dallas verður erfitt
Houston - Ef allt smellur saman gætu þeir orðið ofar. Gætu líka lent neðar ef Tracy hagar sér eins og hann á til að gera.
Utah - Get bara ekki sett þá neðar.
Portland - Held að allt gangi upp hjá þeim. Spurning hvað þeir fá fyrir Rahim.
Memphis - Hubie heldur áfram að koma á óvart. Gasol verður góður.


Bubble lið: Denver. Mér líkar ekki við þetta lið. Carmelo er asni.

Sigurvegari austurdeildar

Detroit Pistons ? Never underestemate the heart of a champion
Sigurvegari vesturdeildar

Spurs. - Sorrý Mummi.

NBA-meistarar

Spurs - Þeir sigla í gegnum þetta. Þeir munu líka sweepa Utah í regular seasoninu 5. árið í röð.

þriðjudagur, október 12, 2004

Ó, aumi heimur. Vesæli, vesæli heimur. Af hverju? Af hverju? Af hverju deyja hinir góðu allt of snemma. Snökt snökt.
Becky er dáin. Hvað getur maður sagt á slíkum tímamótum annað en að bænir okkar eru hjá CJ og Eric litla. Hvað verður? Ekki gott að segja en það lítur ekki vel út.
Við héldum Idol partý á föstudaginn. Þar var einstaklega góðmennt eins og þeir sem mættu geta borið vitni um. Þeir eru fáir. Þeir fengu þá ekkert nammi. Prófum líklega aftur næsta föstudag. Sjáum til hverjir mæta þá og hvernig verður tekið á móti þeim.

fimmtudagur, september 09, 2004

Við Auður lögðum land undir fót um helgina og skelltum okkur vestur til Bíldudals (reyndar fórum við nú meira í norður en í vestur en látum það liggja á milli hluta).
Tilefnið var að sjálfsögðu árshátíð vestfirskra harmónikkuleikara sem einmitt fór fram á Bíldudal. Við misstum því miður af ballinu því það var að sjálfsögðu löngu uppselt en pöntuðum miða á árshátiðina 2008 sem fram mun fara á Hólmavík. En annars skemmtum við okkur konunglega á leiðinni. Hvernig er annað hægt þegar keyrt er fjarða á milli í niðamyrkri og rigningu á malarvegum sem maður hefur aldrei séð áður.Enda tók ferðin sjö tíma og nánast kominn tími til að snúa aftur heim þegar við vorum loksins komin á staðinn. Annars var ágætt að vera á Bíldudal en mikið óskaplega er leiðinlegt að keyra á milli. Mín kenning er sú að ástæða brottflutninga frá Vestfjörðum sé sú að fólk skreppur í Borgina til að sinna einhverjum erindum en nennir svo ekki að keyra til baka aftur og ákveður að vera frekar peningalaust og húsnæðislaust en að þurfa að keyra þessa skelfilegu leið til baka. Að keyra inn fjörð á milli hárra fjalla getur svo sem verið fallegt og skemmtilegt en við 18. fjörðinn fer gamanið að kárna og ég tala nú ekki hversu grátlegt það er að geta nánast teygt sig yfir fjörðinn en þurfa engu að síður að keyra 200 kílómetra til að komast yfir hann. Brúum Breiðafjörðinn eða skerum Vestfjarðakjálkann af og látum hann fljóta burt. Og hananú.
Ekkert nýtt að frétta úr Bold eða Grönnum. En hafið ekki áhyggjur ég mun láta vita um leið og eitthvað gerist.
Ég á að dæma tvo leiki á næstu dögum. HK-Breiðablik og HK-Stjarnan. Það má því segja að örlög Hk-manna séu í mínum höndum. Það fer um mig hrollur þegar ég uppgötva þau völd sem ég bý yfir. Það er gaman að vera valdamikill. (Reality slap) Ég er bara dómari og er þar af leiðandi úrhrak jarðarinnar. Það fæ ég oft að heyra á leikjum. Ég ætla að fara að leggja mig. Stimpla mig út kl. 17.00. Bless á meðan þeir sem lesa þetta, sem eru ekki margir. En þeir sem lesa þetta mega samt gjarnan skrifa smákommnet svo að ég viti af þeim.

miðvikudagur, september 01, 2004

Það er alltaf gaman þegar Fram vinnur KR. Ég sit núna í vinnunni í Frampeysunni minni og geri grín að Bjössa því hann er svo mikill KR-ingur. Ég gæti líka gert grín að Hjölla, yfirmanni mínum, en það er líklega ekki góð hugmynd að espa upp manninn sem getur rekið mann. Þannig að ég ulla bara á hann þegar hann sér ekki til. Híhí

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Það er allt á fullu í Bold og Grönnum. Í Bold er það helst að frétta að Becky er með krabbamein en enginn þorir að segja henni frá því. Hins vegar er búið að segja C.J. frá þvi og hann tók því frekar illa. Stay tuned... Í Grönnum líka mikið að gerast. Kartan hefur jafnað sig á dauða Dee en aðrir eiga í erfiðleikum með að ná fótfestu í lífinu. Spennan er mikil og ég get ekki beðið eftir að fá næsta þátt í hendurnar til þess að komst að því í hvaða ævintýri persónurnar rata næst. Og ég hef ekkert til að skrifa um...

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Fór ekki á leikinn. Fékk ekki stúkumiðann. Er fúll. Ó já. Svei og skömm

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Ég er enn að melta með mér hvort ég eigi að fara á landsleikinn á eftir. Ég ætlaði ekki að fara en svo áskotnaðist mér miði í stúku og því er freistingin nokkur. Hins vegar nenni ég varla að troða mér á þennan litla völl með 19.000 manns og horfa á leikinn þegar ég get setið heima og horft á hann í sjónvarpinu. Á hinn bóginn má segja að það gefist ekki oft tækifæri til að sjá ítalska landsliðið spila á pakkfullum velli. Hmmm. Ákvarðanir, ákvarðanir, ákvarðanir. Læt vita á morgun hver niðurstaðan varð. Ekki það að nokkur maður lesi þetta eða hafi yfirleitt nokkurn áhuga á þessu, en samt, ég vinn ekkert á meðan!

miðvikudagur, ágúst 11, 2004



Feeling hot hot hot
Nú sit ég í vinnunni og borða ís. Það er eina leiðin til að lifa daginn af. (Þetta var aldeilis frumlegt blogg hjá þér Oddbergur. Gott að blogga um veðrið og hvað það heitt úti og svoleiðis. Ég sé Nóbelsverðlaunin á næsta leiti)
Af hverju voru aldrei sett hitamet á þeim 10 árum sem ég var að vinna úti á sumrin. Nú er vart þverfótað fyrir hitametum um allan bæ og ég þarf að sitja inni eins og einhver asni. Til að bæta gráu ofan á svart mætti Arnór í stuttbuxum í vinnuna og því þarf ég að horfa á bera leggi hans i allan dag. Ég hélt að því tímabili í lífi mínu væri lokið. En ég get hefnt mín með því að fara bara úr að ofan. Sá hlær best sem síðast hlær. Hahaha

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Jæja, þá er enn ein tilraunin til að hefja bloggið aftur upp í hæstu hæðir (sem voru nú aldrei mikið hærri en Breiðholtið). Við Auður höfum nú komið okkur ágætlega fyrir í íbúðinni okkar (Langholtsvegi 198 ef einhver vildi heimsækja okkur og færa okkur innflutningsgjafir). Annars hef ég ekki mikið að segja að þessu sinni en vona að ég verði duglegri á næstunni að setja eitthvað inn.

Ta , ta dingdangdo

föstudagur, júní 18, 2004

atkvæðagreiðsluþjónustuaðili er ljótasta orð sem ég hef á ævinni séð.

mánudagur, apríl 26, 2004

Fór í þrekprófið um á föstdaginn og var nokkuð kvíðinn því mér fannst ég ekki vera í jafn góðu formi og á sama tíma fyrir ári. Þá hljóp ég 2670 m á 12 mín. sem er alveg þokkalegt. Á föstudaginn hljóp ég hins vegar 2710 m. þannig að ég bætti mig aðeins. Svo fór ég austur á Selfoss þar sem ráðstefna deildardómara var haldin. Svo fór ég að spila með Ótta í gærkvöldi. Nú er ég með harðsperrur frá stóru tá upp í hársrætur.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Nú gætu sumir haldið að ég hefði runnið svo illa á áðurnefndu bananahýði að ég gæti ekki skrifað meira. Svo er nú ekki. Ég er á fullu að skrifa ritgerðina mína svo að ég geti nú einhverntíma hætt í þessum skóla. Ég held að ég eigi ekki mikið eftir en ég er orðinn nett þreyttur á þessu. Um helgina fæ ég þó frí því ég er að fara á landsdómararáðstefnu á Selfossi og þarf að taka þrekpróf. Frábært, ég hlakka til :(

miðvikudagur, mars 24, 2004

Vissuð þið að það er í alvöru hægt að renna á bananahýði? Ég hélt að það væri bara til í teiknimyndum en mér tókst það um daginn. Merkileg lífsreynsla!

mánudagur, mars 15, 2004

Erfið helgi að baki. Ekki eins og venjulega þegar maður segir að erfið helgi sé að baki heldur er ég svo líkamlega búinn að það er engu lagi líkt.Föstudagskvöldið var nú frekar rólegt en lætin byrjuðu á laugardeginum. Þá fórum við Auður í 1. árs afmæli Sóleyjar Nóttar, sem er dóttir systur hennar Auðar. Þar var gaman en nokkur læti og þá sérstaklega í tveimur ungum drengjum sem virtu ekki endilega eignarrétt Sóleyjar á gjöfunum heldur ruku til að opna pakkana hennar meðan foreldrar þeirra horfu stoltir á þessa duglegu drengi sína. Óþolandi. Svo fór ég upp í Egilshöll þar sem Ótti var að spila æfingaleik. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar því að ég vissi að það yrði fámennt hjá mínum mönnum. Hins vegar datt mér ekki í hug að ég þyrfti að spila allan leikinn eins og raun varð á. Ég spilaði mest sem vinstri bakvörður og skilaði varnarskyldu minni svo vel að ég fór ekki fram yfir miðju fyrr en eftir rúmlega 79 mínútur (leiktíminn var 80 mín) þá átti ég góðan sprett upp kantinn var kominn inn í vítateig (var ekki með boltann), Þengill fékk boltann inn í teignum ég hrópaði á hann og í því renndi Þengill boltanum í markið, allur þessi sprettur hjá mér fyrir ekki neitt og það var ekki kátur maður sem gekk inn í búningsklefann eftir leik. Svo fór ég og náði í Auði til systur hennar og þar var mér boðið upp á bjór sem ég þáði. Enda átti ég hann skilinn þar sem við Auður gáfum langflottustu gjöfina. Sunnudagurinn byrjaði rólega en um kvöldið fór ég að dæma í Reykjaneshöllinni þar sem Keflavík og ÍA spiluðu kom þá í ljós að eitthvað sat leikurinn frá því deginum áður í mér enn þá. Þessi leikur endaði 5-2 og var mjög hraður enda hef ég aldrei svitnað jafn mikið á ævi minni. Í dag fór ég í körfubolta. Á morgun kemst ég í fréttirnar þar sem ég verð fyrsti maðurinn í heiminum sem deyr úr harðsperrum. Nú get ég ekki skrifað meira.

föstudagur, mars 12, 2004

Frekar dapur dómarafótbolti í gær. Við mættum bara fjórir og ákváðum þá að fara bara í einspark í staðinn fyrir að spila tveir á tvo. Ég var góður, aðrir ekki. Mér tókst nú ekki að setja boltann nema einu sinni yfir girðinguna og höfðu menn orð á því að þetta væri nú ekki nokkur frammistaða. En ég lofa að gera betur næst.
Ég nenni ekki neinu! Ég sit fyrir framan tölvuna og nenni satt að segja ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Verkefni næstu daga er að endurskrifa sögurnar sem ég ætla að nota í lokaverkefninu mínu og finna gömul og flott orð úr sögunum til að setja inn í til þess að auka orðaforða þessara krakkagemlinga. Vandamálið er að þau orð sem ég hef fundið í sögunum eru bara ekkert skemmtileg. "Krapparúm", "höfðafjöl" og "reyrbönd" eru allt saman merkileg orð og allra góðra gjalda verð, en þau eru ekki líkleg til þess að fá 10-12 ára gömul börn til þess að hoppa af kæti yfir því hvað þau séu skemmtileg. Því þarf ég líklega að skálda einhver skemmtileg orð til þess að kennarinn minn verði sáttur við verkefnið. Æ, þvílík armæða...

fimmtudagur, mars 11, 2004

Jibbíjei! Ég var að skila af mér u.þ.b. 200 verkefnum sem ég hef lesið yfir undanfarnar tvær vikur. Ekkert, ég endurtek, ekkert getur verið leiðinlegra en að lesa 200 keimlík verkefni sem fjalla öll um það sama. „Eiga fyrirtæki að hugsa um það eitt að hámarka hagnað sinn eða eiga þau að bera einhverja félagslega ábyrgð." Ég get svarið að ef ég heyri nafnið Milton Friedman eða Thomas Mulligan aftur á næstunni þá mun ég æla. En í kvöld ætla ég í fótbolta með öðrum dómurum og mun þar fá útrás fyrir bræði mína. Ég stefni að því að setja að minnsta kosti fimm bolta yfir girðinguna í dag. Heyrumst

mánudagur, mars 01, 2004

Hmmm, ég verð víst að fara að blogga eitthvað aftur því þessi afmælistilkynning er eitthvað farin að úreldast held ég. Annars hef ég haft það ágætt síðan síðast. Ég er búinn að fá fullt af pökkum en enn þá er pláss fyrir nokkra í viðbót ef einhver var of seinn að senda mér eða hefur enn þá löngun til þess. En nóg um það í bili. Þetta var frekar róleg helgi. Á föstudaginn fór ég á völlinn og sá Fram spila við ÍBV og kíkti svo til Kjarra þar sem að gamlir kanataktar voru rifjaðir upp. Ég vann. Á laugardeginum fór ég að dæma og fór svo beint í vinnuna í Getraunum og var þar fram á kvöld. Á sunnudeginum vaknaði ég við kröftugt bank á svefnherbergishurðina hjá mér. Þegar ég loksins opnaði beið þar 16 mánaða bróðurdóttir mín frekar óþolinmóð og skyldi ekkert í því af hverju henni væri ekki hleypt inn strax. Eftir að sá misskilningur var leystur og allir voru orðnir sáttir var of seint að fara að sofa aftur þannig að við Auður ákváðum að fara í bíltúr og enduðum í vöfflum hjá systur hennar. Vöfflur eru góðar. Svo var hugmyndin að vaka og glápa á Óskarinn, en ég sofnaði klukkutíma áður en hann byrjaði svo sú hugmynd fór aldeilis í vaskinn.

mánudagur, febrúar 23, 2004

„Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli sjálfur, ég á afmæli í dag" Húrra fyrir mér, ég lengi lifi...

föstudagur, febrúar 20, 2004

Ég fór í bíb-testið á þriðjudaginn og komst að einu sem ég hefði svo sem getað sagt mér sjálfur. Maður á ekki að borða núðlusúpu áður en maður fer að hlaupa. Ég komst í 8-6 en þess má geta að það þykir góð fyrir einfætta konu sem er ólétt af tvíburum og er kominn 8 mánuði á leið. Ég fékk hins vegar tækifæri til að prófa aftur í gær og komst þá upp í 12-1 sem er fínt. Næst er það bara Reykjavíkurmaraþonið.

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Ég var að sjá núna að það eru komnir hlekkir á aðrar síður á bloggið hjá mér. Það vissi ég ekki en ég gruna Atla Tý um græsku. Það er hins vegar fínt því ekki kann ég að gera þetta sjálfur.
Fékk þetta komment frá einhverjum Eyjólfi sem ég þekki ekkert, en hann er greinilega mikill smekkmaður „Kom á þessa síðu frá Jarlaskáldinu....fokkin snilld.“ Vissulega er líka möguleiki að Eyjólfur þessi sé maður mikillar kaldhæðni en ég kýs að skilja hann ekki þannig því þá líður mér betur.
Er á leiðinni í þrekpróf á eftir. Ég er ekki hrifinn af því. Þetta er gamla góða bíp-testið úr grunn- og framhaldsskóla sem ég hélt að ég væri laus við að eilífu. En nei, KSÍ finnst það góða hugmynd að láta alla landsdómara taka svoleiðis próf á hverjum vetri. Maður er enn þá með seinasta skammtinn af jólasteikinni í maganum og þá á maður að hlaupa eins og einhver vitleysingur. Jamm, maður þarf að vera vitlaus til að vera dómari.

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Þessar gáfulegu samræður átti ég á MSN í dag Sverrir Friðriksson says:
Hvað er í gangi á víðavangi
Oddbergur says:
mjög lítið, sem ekki er skrýtið...
Sverrir Friðriksson says:
Það var leitt, en því verður ei breytt
Oddbergur says:
satt segirðu en ekki þegirðu
Sverrir Friðriksson says:
Vertu ekki með dónaskap, ég er kominn í... jólaskap
Oddbergur says:
þú kannt nú ekkert að ríma, þú ættir frekar að glíma við að líma
Sverrir Friðriksson says:
hættu þessu rugli, éttu væng af fugli
Oddbergur says:
ef fuglinn er fagur er ég ekki ragur... við að borða hann, fuglinn þann
Sverrir Friðriksson says:
drekktu kók og fáðu þér smók
Oddbergur says:
ef kókið er flott þá finnst mér það gott...
Oddbergur says:
en smókinn mun ég aldrei fá mér þó ég viti að það mun há mér
Sverrir Friðriksson says:
drekktu þá fleiri kækur og lestu heldur bækur
Oddbergur says:
bækur eru heldur fúlar en kækur eru frekar kúlar
Sverrir Friðriksson says:
keyptu þá sjeik og farðu í tölvuleik
Oddbergur says:
en ef sjeikinn er ekki góður verð ég alveg bandóður
Sverrir Friðriksson says:
fáðu þér þá nokkra bjóra og sestu svo framan við CMfjóra
Oddbergur says:
betri er séemminn en bannsett effemminn
Sverrir Friðriksson says:
nú er ég farinn, en ekki á barinn
Oddbergur says:
hvertertað fara ef ekki á nokkra bara?
Sverrir Friðriksson says:
nú ertu að klikka, hættu að pikka
Oddbergur says:
farðu nú og mjólkaðu kú
Sverrir Friðriksson says:
þær eru á næsta bæ, mjólkin'úr bænum fæ
Oddbergur says:
farðu þá og sjúgðu á
Sverrir Friðriksson says:
sjúgðu sjálfur geitur, gamli feitur
Oddbergur says:
farðu að vinna og kindur að finna

Meira varð nú ekki úr þessu samtali. Enn veit ég ekki hvort Sverrir átti eithver erindi við mig eður ei
Jamm, nú er búið að laga commentin mín og því hef ég enga afsökun fyrir því að blogga ekki lengur. Nú munu líklega margir spyrja „af hverju byrja aftur núna eftir svo langa bið?“ (Það er náttúrulega haugalýgi að ég margir muni spyrja. Þar sem ég hef ekki bloggað mjög lengi þá er enginn að lesa þetta og þar af leiðandi mun enginn spyrja þessarar spurningar. Hún var sett fram í ákveðnum tilgangi til þess að ég gæti útskýrt endurkomu mína). Jamm, en nóg um það, ástæðan fyrir því að ég ákvað að koma aftur er vægast sagt hégómleg. Þannig er að fyrir nokkrum dögum sat ég fyrir framan tölvuna og var að reyna hvað ég gat að skrifa ekki ritgerð. Endaði það með því að ég fór að lesa gömul blogg frá sjálfum mér. Kom þá í ljós að mér fannst ég vera svo skemmtilegur og fyndinn að ég fór að flissa upphátt og fékk fyrir það illt auga (ill augu) frá öðrum nemendum í tölvustofunni. Eftir þetta fór ég að hugsa að það væri nú synd að láta ekki aðra njóta þessa hæfileika minna og því ákvað ég að byrja aftur. Jamm

föstudagur, febrúar 06, 2004

Atli Týr er að reyna að laga commentakerfið mitt núna. Ég vona að það komist í lag fljótlega

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Ef einhver getur sagt mér hvar ég finn nýtt kommnetakerfi og hvernig á að virkja það má hinn sami senda póst á oddbergu@hi.is. En það les þetta enginn þannig að líkurnar á því að eitthvað gerist eru ekki miklar : (
Ég er bara að athuga hvort þetta stafarugl er enn þá á síðunni minni. Ef svo er ekki þá mun ég reyna að halda áfram að blogga aðeins. Hins vegar les þetta hvort eð er enginn þannig að það skiptir ekki máli.