miðvikudagur, maí 03, 2006

Þetta eru sennilega tveir af mestu töffurum í heimi.
Þessi maður er einn af mínum uppáhaldsleikurum, sérstaklega þegar hann leikur fangaverði. Samt er það þannig að ég get aldrei munað hvað hann heitir þegar ég sé hann. Getur einhver verið uppáhaldsleikarinn manns ef maður veit ekki hvað hann heitir?

þriðjudagur, maí 02, 2006

Ég hef séð á nokkrum bloggsíðum (man ekki hverjum) að menn hafa shufflað lögunum á iPodinum sínum og svo skrifað um 10 fyrstu lögin sem koma upp. Nú á ég ekki iPod en hér í vinnunni er ég með 4,7 gígabæta DVD-disk fullan af tónlist. Ég ákvað að gera það sama og hér eru niðurstöðurnar
1. lag. Highway Patrolman með Johnny Cash. Frábært lag eftir Bruce Springsteen sem ég á á Best of Johnny Cash plötu. Svo gott lag að það var gerð bíómynd eftir sögunni í textanum. Að mínu mati betra með Cash en Springsteen en reyndar heyrði ég lagið fyrst með Cash
2. Lullaby með Cure. Yndislegt lag sem ég man eftir frá því að ég var yngri og ég man að mér fannst skrýtið hvað Spider-Man var vondur í laginu ("Spider Man is having me for dinner tonight")
3. The Girl from Ipanema með Stanley Getz. Maður fer alltaf í gott skap eftir að hafa heyrt þetta lag. Ekki langt síðan ég uppgötvaði þetta lag og þennan disk, sennilega síðasti maður á jarðríki til þess.
4. New Coat of Paint með Tom Waits. Af plötunni The Heart of Saturday Night sem er ein uppáhalds Tom Waits platan mín. Ég heyrði Svein Ólaf Gunnarsson leiklistarnema og skólabróður minn úr Hólabrekkuskóla, MS og Háskólanum syngja þetta lag á Röskvuskemmtun einu sinni og fannst þetta alveg brillíant lag.
5 Rainy Night in Soho með Nick Cave af B-sides and Rarities. Dauðadrukkinn Nick Cave að syngja lag eftir fyllibyttuna Shane McGowan.
6 Ástarsaga með Megasi. Heyrði þetta lag fyrst í kúrsi í íslenskunnium íslenska dægurlagatexta. Þessi texti var borinn saman við Where the Wild Roses Grow með Nick Cave. Þið getið sjálf athugað hvers vegna.
7. Slowly goes the night með Nick Cave. Lag af Tender Pray sem er flottur diskur og þetta er sennilega besta lagið af honum.
8. Endless Love með Lionel Richie og Diönu Ross. Ógeðslega væmið lag sem öðlaðist nýtt líf í myndinni Happy Gilmore með Adam Sandler. Þess virði að sjá myndina bara fyrir það eina atriði.(Og það er alveg þess virði að sjá þá mynd sem er alger snilld)
9. Picture in a frame með Tom Waits. Án vafa fallegasta lag sem hann hefur samið. Af Mule Variations sem er snilldarplata.
10. Billie Jean með Michael Jackson. Hmmm... þarf að segja eitthvað um þetta?
Jæja, ekki tók það langan tíma að svíkja þetta loforð. Hér eftir lofa ég ekki öðru en að reyna mitt besta. Það var heilmikið að gera hjá mér um helgina, flest á einhvern hátt vinnutengt. Var aðstoðardómari á leik Leiknis og Aftureldingar á Ghetto ground í Breiðholtinu. Ég hélt að vel yrði tekið á móti mér þegar ég sneri aftur á heimaslóðir en menn voru ekki alveg sáttir við mig allan tímann án þess þó að það væri eitthvað meira en það sem maður fær venjulega að heyra frá áhorfendum. Það var a.m.k. ekki slátrað kálfi þegar týndi sonurinn kom heim. Þá átti pabbi gamli afmæli og við litum aðeins á hann og hittum Önnu Alexöndru. Þeim viðskiptum lauk á þann veg að hún fór grátandi heim og fullyrti að ég væri ekki lengur vinur hennar en þegar ég spurði hvort hún vildi þá ekki lengur koma í heimsókn þá minnkaði gráturinn því ekki vildi hún missa af heimsókn til Oddbergs frænda. Svo þurfti ég að lesa heima, lesa eina ritgerð um japanska garða, hjálpa einum vandræðagemlingi fyrir samræmdu prófin og ýmislegt fleira. Þannig að ég vona að dómarar hafi fyrirgefið mér að hafa ekki mætt í Esjugönguna. En ég var með þeim í anda.