fimmtudagur, maí 09, 2002

Núna er ég kominn heim og hættur að skrifa ritgerð í bili. Enda var ég orðinn
svo ruglaður í hugleiðingum mínum um drauma og veruleika í sagnatextum
Bubba Morthens að ég vissi varla sjálfur hvort ég var vakandi eða sofandi. Ég
held að bókmenntafræðingar séu klikkaðasta fólk í heimi, hvernig fólk getur
lifað með sjálfu sér þegar það er í bókmenntafræðilegum hugsunum er mér
óskiljanlegt.
Ekkert að gera í kvöld, þeir sem ég þekki eru annað hvort í útlöndum, á
Akureyri (sem er eiginlega það sama) eða í prófum, þannig að í
augnablikinu á ég enga vini sem að vit er í (núna er ég sennilega að
móðga einhvern en það skiptir ekki máli, það les þetta hvort eð er ekki neinn).
Allavegana er ég farinn að sofa og ætla að gráta mig í svefn vegna þess að ég
á enga vini til þess að leika mér við

Það er gott að vita að Solla hefur fyrirgefið mér og finnst ég enn þá
skemmtilegur. Ég hafði miklar áhyggjur af þessu enda ekki góð
hugmynd að móðga hana Sollu.
Jæja, þá er ég enn kominn í skólann og þykist ætla að skrifa ritgerð.
Ég fór að vinna í gær og horfði á þennan sorglega leik Man utd-Arsenal.
Ég ætla sem minnst að tjá mig um þann leik, en það sáu allir að dómarinn
var fífl og markið greinilega einhvern veginn ólöglegt. Eftir leikinn fórum við
Dengsi á kaffihús og drekktum sorgum okkar, hann í sódavatni og ég í HEILUM
BJÓR!!! Það var nú ekki von á góðu í leiknum í gær, enda Nicky Butt meiddur.
Gerði annars ekki mikið í gær, allar tölvustofur á skólasvæðinu voru lokaðar
vegna prófa, þannig að við sem erum að skrifa ritgerðir urðum bara að éta það sem
úti fraus. Alveg ótrúlegt að það sé ekki hægt að tilkynna manni það sem smá fyrirvara
að það verði ekki hægt að komast í tölvur á ákveðnum tíma. Eftir stríð mitt við Háskólann
um námið mitt á næsta ári, þá er ég dauðfeginn að komast héðan á næsta ári og vona
að KHÍ sé eitthvað skárri en það sem er boðið upp á hérna.

mánudagur, maí 06, 2002

Jæja, ég ætla nú að byrja á því að biðja hana Sollu afsökunar, en hún var víst eitthvað fúl yfir athugasemd minni um að henni gæti ekki
þótt við Arnór skemmtilegir. Minnimáttarkennd mín er svo mikil að mér datt ekki í hug að nokkrum manni gæti þótt ég skemmtilegur
eftir að hafa þekkt mig í svona stuttan tíma. Fyrirgefðu Solla mín!!!
Annars gerðum við tilraun til þess að fara í bíó í gær og ætluðum að sjá Spiderman. Var sú ferð ekki með öllu hættulaus eins og sjá má
á síðunni hans Arnórs. Eins og sjá má vorum við í mikilli hættu og í raun guðsmildi að við
skyldum sleppa á lífi.
Nú ætla ég ekki að skrifa meira í bili en var ég búinn að segja að mér er lífsins ómögulegt að vera skemmtilegur á mánudögum.
Allavegana fyrir hádegi!
[edit]
Jæja, ég ætla nú að byrja á því að biðja hana Sollu afsökunar, en hún var víst eitthvað fúl yfir athugasemd minni um að henni gæti ekki
þótt við Arnór skemmtilegir. Minnimáttarkennd mín er svo mikil að mér datt ekki í hug að nokkrum manni gæti þótt ég skemmtilegur
eftir að hafa þekkt mig í svona stuttan tíma. Fyrirgefðu Solla mín!!!
Annars gerðum við tilraun til þess að fara í bíó í gær og ætluðum að sjá Spiderman. Var sú ferð ekki með öllu hættulaus eins og sjá má
á síðunni hans Arnórs. Eins og sjá má vorum við í mikilli hættu og í raun guðsmildi að við
skyldum sleppa á lífi.
Nú ætla ég ekki að skrifa meira í bili en var ég búinn að segja að mér er lífsins ómögulegt að vera skemmtilegur á mánudögum.
Allavegana fyrir hádegi!

sunnudagur, maí 05, 2002

Jæja, ég verð víst að leiðrétta smá misskilning. Ég fékk þetta bréf frá Gunna í dag:

„Þu ættir sko að lesa undrskriftina a færslunum a heimasidunni
minni aður en þu skrifar um það a netinu. Það var sko EG sem
sagði að þið væruð skemmtilegir, Solla myndi aldrei segja slikt,
þvi hun er ekki jafnhrædd við að vera lamin og eg (svo er Nori
einmitt svo litill að það ma ekki skilja hann utundan).“

GG

Ég hefði svo sem mátt vita að Solla hefði aldrei skrifað að við værum skemmtilegir!