föstudagur, september 15, 2006

Forsmekkurinn(ekki smjörþefurinn enda smjör illa lyktandi) af því sem koma skal á morgun.
Lítil stúlka, Eyrún Alda Elvarsdóttir Hrafnhildardóttir átti afmæli um daginn og bauð okkur Auði. Þar sem við vorum í sumarbústað á sama tíma gátum við ekki komist og gleymdum að segja að við kæmumst ekki. Hér með óskum við henni til hamingju með þennan mikla áfanga og boðum komu okkar síðar með smápakka. Til hamingju, Eyrún Alda!
Líney frænka mín er snillingur og öðlingur. Ekki nóg með það að hún sé að verða u.þ.b. doktor í kjarneðlislífeindaeðlisefnafræði eða eitthvað svoleiðis þá bauðst henni um daginn miði á Nick Cave tónleikana á laugardaginn. Henni varð strax hugsað til stóra frænda og bauð mér miðann. Ég er sem sagt að fara á tónleikana, frítt. Húrra fyrir Líneyju frænku, hún lengi lifi: Húrra, húrra, húrra, húúúrrrraaaaaa...