miðvikudagur, desember 04, 2002

Snilldarmatur á Argentínu í gær. Því miður varð ég ekki var við neinn af mínum með hjólbörurnar og þó hefði ekki af veitt. Kostaði bara 3990 á mann og þar sem ég átti gjafabréf upp á 8000 kr passaði þetta fullkomlega. Eina kvörtunarefnið var að lítil kók í gleri kostaði 300 kall.
Ég er að horfa á Die Hard í vinnunni. Er ekki Alan Richman besta/versta illmenni í heiminum.

þriðjudagur, desember 03, 2002

Ég ætla ekki að skrifa neitt ljótt um Auði núna enda fékk ég hörð viðbrögð síðast. Svo átti hún líka afmæli í gær og því ekki við hæfi að tala illa um hana. Enda ekkert ljótt um hana að segja. Ég var í skírnarveislu í gær hjá Helga bróður og Önnu Kristínu. Stelpan fékk nafnið Anna Alexandra og ber því tvöfalt drottningarnafn. Ekki slæmt það! Hún er nefnd eftir eftir Ömmu sinni sem hefði átt afmæli í gær. Í kvöld ætlum við Auður út að borða á Argentínu og að sjálfsögðu býð ég vegna þess að ég er svo mikill höfðingi. Að vísu er aðalástæðan sú að ég á gjafabréf sem ég vann á einhverri útvarpsstöð fyrir nokkrum árum en hef aldrei notað. Mér skilst að það sé byrjað jólahlaðborð hjá þeim, þannig að ég reikna með því að vera keyrður úr á hjólbörum þegar kvöldið er úti.