sunnudagur, júní 09, 2002

Ég komst að því að ég á mér fleiri aðdáendur en ég hefði getað ímyndað mér. Mér skilst að verðandi tengdamóðir
Gunna og Kjarra lesi allt það sem við Arnór skrifum og fylgist spennt með. Ég veit ekki af hverju, en ég er mjög upp
með mér að fólk skuli lesa þetta því ég er ekki vanur því að fólk sýni lífi mínu áhuga. Svo var hann Skúli í vinnunni minni
að kvarta yfir því að ég væri latur að skrifa og svo kvartaði hann líka yfir því að ég minntist ekkert á hann hjá mér. Nú er það sem sagt búið.
Það sem að helst hefur drifið á daga mína síðan ég skrifaði síðast er að ég er byrjaður að vinna aftur. Ég og Arnór erum í átta manni hópi
þar sem eru sex stelpur og því fer ágætlega um okkur. Ég er stundum spurður hvort ekki sé erfitt að vera í vinnu þar sem að vinur manns er
yfirmaðurinn og það getur sennilega verið erfitt fyrir suma. Ég er hins vegar svo heppinn með yfirmann vegna þess að Arnór er einfaldur maður sem
að gerir sér ekki grein fyrir því að honum er stjórnað af mér og þeim sem hafa verið þarna lengi. Vandamálið er að það er ómögulegt að bera virðingu
fyrir manni sem nær manni varla í mitti!!!
Annars er búið að vera fínt í vinnunni og við höfum fengið ca. allar tegundir veðurs. M.a. „verð að fara úr að ofan þó að ég hræði stelpurnar með því“ veður og
líka „ég man ekki eftir því að hér hafi verið á“ veður. Fólkið í vinnunni er enn þá að hlæja að mér vegna þess að ég fæ innilokunarkennd í pollagöllum
og er því alltaf blautasti maðurinn á svæðinu. En það er bara macho!!!
Annars fékk ég smá áfall um daginn. Ein stelpan í hópnum okkar var að lýsa fyrrverandi yfirmanni sínum sem var að vinna á Nesjavöllum í fyrra. Hún
sagði „við vorum með kall í fyrra sem aldrei tók pásur og ...“ KALL!!! Maðurinn er tveimur árum yngri en ég! Ef að henni fannst hann vera kall hvað finnst henni
þá um okkur Arnór! Annars eru stelpurnar í hópnum okkar ansi ungar, fæddar 81, 82, 83 og 84. Gerið ykkur grein fyrir því að það eru sjö ár síðan ég var
fæddur 1984!!!