fimmtudagur, október 31, 2002

Ég ætlaði líka að minnast á það að Líney er búin að borga mér þannig að núna eiga bara Kjartan og Þverbrekkingurinn, ef brekking skyldi kalla, eftir að borga. Skammist ykkar mannfýlur!!!
Það eru asnalegar kennslubækur sem að ég er að lesa fyrir þetta verkefni mitt. Þær eru allar á útlensku, en ekki svona útlensku sem er alltaf í sjónvarpinu heldur öðru vísi útlensku sem er allt of erfitt að skilja.
Sá litlu frænku mína í gær. Þar sem að ég er mikill karlmaður ætla ég ekki að lýsa henni hér enda eiga karlmenn ekki að kunna lýsingarorð sem lýsa litlum börnum. En svo að ég vitni í pabba „Hún er alveg eins og pabbi hennar var. Gerir ekki annað en að drekka og sofa.“
Ég sit núna niðri Háskóla og er að gera eitthvað leiðinda verkefni sem ég á að skila á morgun. Þó að það sé hundleiðinlegt að vinna svona verkefni þá er ágætt að hanga í skólanum aftur. Fór á kaffistofuna í hádeginu og hitti þar sama fólkið og sat þar þegar ég byrjaði í skólanum fyrir 6 árum síðan. Og ekki nóg með það heldur eru alltaf sömu sögurnar jafn vinsælar. Til dæmis er fátt skemmtilegra en að heyra Bergstein sagnfræðinema (sem er reyndar nýorðinn BA) segja söguna af Gumma busa. Hér verður ekki farið nánar út í þá sögu, en þeir sem vilja heyra hana er bent á að fara á kaffistofuna í Árnagarði og leggja þar við eyrun.

þriðjudagur, október 29, 2002

Jibbíííííííííííí!!! Ég er orðinn alvöru frændi. Helgi bróðir og Anna Kristín eignuðust stelpu klukkan 23:02 í gærkvöldi (28. okt)

mánudagur, október 28, 2002

Hún Jóna, systir Laufeyjar og Sollu á afmæli í dag. Hún bauð mér í afmælið sitt og ég ætlaði að fara en konan mín bannaði mér það. Hún vill ekki að ég sé að þvælast til útlanda án hennar. Hún treystir mér víst ekki. En annars hefði ég komið. En til hamingju með afmælið Jóna.
Ég er um það bil að verða frændi á næstu tímum. Hún mágkona mín er á spítalanum núna að eignast barn. Með guðs hjálp verður barnið líkt henni en ekki Helga bróður!