miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Ég skoraði á æfingu á mánudaginn en Helgi bróðir ekki. Mitt lið vann hans lið með einu marki eftir að hafa verið 9 mörkum undir. Ég skoraði næst síðasta og jafnframt jöfnunarmarkið. Það braut andstæðinginn algerlega niður. Það er einhver mesta niðulæging sem menn þekkja að láta mig skora hjá sér. Næstum því jafn vont og þegar Helgi bróðir skorar!
Ég átti að vera í þrekprófi í kvöld með öðrum dómurum en varð að afboða mig vegna þess að ég er að vinna og líka vegna þess að ég er með hælsæri. Ég er feginn því að vera að vinna vegna þess að hælsæri er einhver lélegasta afsökun sem maður getur komið með. Ekki vegna þess að það sé ekki gild afsökun, hælsæri getur verið fjandi sárt, en það hljómar samt alltaf eins og léleg afsökun. En ég er ekki hræddur við þetta próf enda er í fantaformi sem endranær!!!
Ég vil benda öllum á það að ég á bráðum afmæli. Blóm og kransar afþakkaðir en pakkar vel þegnir!
Núna er ég að horfa á þrjá landsleiki í einu: England-Ástralía, Holland-Argentína og Skotland-Írland. Þetta er ólíkt skemmtilegri vinna en viðskiptafræðiverkefnin!
Ég eyddi allri síðustu viku í að fara yfir verkefni í viðskiptafræðikúrs sem heitir Tjáning og samskipti. Markmiðið með þessum kúrsi er að kenna fólki hvernig á að tjá sig í atviinlífinu og satt að segja veitir ekki af. Ég ætla ekki að segja nákvæmlega hvernig þetta var, enda held ég að það sé bannað. Einkunnirnar voru á bilinu 0.5 - 9.0 og voru frekar í lægri kantinum. Þar mátti finna setningar á borð við „en það skipti ekki máli því þetta voru bara lúðar úr MORFÍS...“, enda eru allir á skattinum þverir og vitlausir og viðurkenna aldrei mistök sín“ og „enda eru alþingismenn almennt ekki mikið fyrir augað.“ Þessir textar voru úr ímyndaðri skýrslu sem átti að sannfæra lesendur um mikilvægi góðra boðskipta í atvinnulífinu. Þessar setningar (og fleiri) sannfærðu mig einna helst um að ekki væri vanþörf á því að kenna þetta námskeið!!!