föstudagur, september 20, 2002

Svo ætla ég líka að minnast á hann Hauk, vin minn. Að vísu er ég ekki viss um að hann lesi þetta, enda gerir hann ekki annað en að dissa blogg, en nú getur hann ekki dissað mig fyrir að hafa ekki minnst á hann!!!
Og líka benda fólki á að yndið mitt, hún Lilja er líka kominn með blogg.
Bara að minna Mumma á Mark Eaton peysuna mína!!!
Jæja þá er ég kominn aftur vegna mikillar pressu frá vinum mínum og öðrum sem hafa gaman af því að lesa þetta (þeir eru ekki margir). Sérstaklega vil ég þó þakka Mumma fyrir að skoða síðuna mína á hverjum degi. Það er ekki síst hans vegna sem að ég held þessu áfram. Annars er helsta ástæðan fyrir því að ég skrifa svona sjaldan sú að það er ekki mikið að gerast hjá mér annað en svefn, át og svo smá skóli inn á milli. Ég var að vísu að fá boð um að kenna við ónefndan framhaldsskóla í Reykjavík, en þann skóla á maður helst ekki að nefna með nafni. Það er að vísu ekkert ákveðið enn þá, en ef að boðið stendur enn þá í næstu viku þá reikna ég með því að taka því. Ég er nefnilega þannig maður að ég get ekki séð svo margar kvaldar sálir á einum stað að ég reyni ekki mitt besta að bjarga þeim frá þeirri glötun sem þessi litlu skinn eru að stefna sér í. En nóg um það í bili. Nú veit ég að margir sem lesa þetta lesa einnig önnur blogg og gætu þar hafa lesið um sumarbústaðaferð sem við fórum í eina helgina í september. Það væri nú ekki í frásögur færandi nema vegna þess að illar tungur (eða illir fingur) hafa verið að blaðra eitthvað um að kjötið sem að ég grillaði ofan í okkur skötuhjúin hafi ekki farið nógu vel ofan í okkur og að við höfum þurft að flýja vegna bráðrar magakveisu. Þá tala einhverjir um að ég hafi eytt kvöldinu á klósettinu heima hjá mér. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Ég get fullvissað alla um að ég skildi ALLT kjötið, bæði það sem ég borðaði og það sem að ég borðaði ekki, eftir í bústaðnum. Ég get ekki sagt það nógu oft að kjötið var dásamlegt á bragðið, svolítið framandi að vísu og hefði hugsanlega verið betra árið 1965 þegar skepnunni var slátrað. En hins vegar var það ekkert sem að hálft kíló af hvítlaukssósu gat ekki bjargað. Hins vegar neita ég því ekki að ekki hefði verið verra að hafa einnig eins og hálft kíló af Season All rétt til þess að bragðbæta kjötið aðeins. En nóg um það að sinni. En sem sagt, okkur Auði varð ekki meint af og erum bæði heil heilsu.