miðvikudagur, nóvember 06, 2002

Skemmtileg saga. Ég fór áðan að kaupa peru fyrir bílskúrinn, enda var pabbi búinn að nöldra í mér í rúma viku. Ég fór loksins í einhverja ljósabúð og bað um peru og fékk hana með það sama. Ég gekk út með peruna í poka, nokkuð ánægður með sjálfan mig. Þegar ég stíg inn í bílinn hringir síminn og ég sest niður til þess að svara honum og loka bílhurðinni á eftir mér. En ég fattaði ekki að ég hélt enn þá á pokanum í hendinni og tókst að skella bílhurðinni á peruna. Að sjálfsögðu mölbrotnaði hún og ég þurfti að fara aftur inn í búðina og útskýra fyrir afgreiðslumanninum hvað hefði komið fyrir. Þegar hann hætti að hlæja lét hann mig fá nýja peru og bauðst til þess að fylgja mér út í bíl svo að ég færi mér ekki að voða á leiðinni.

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

Núna var Kjarri að borga mér og þá er bara Maggi eftir. Það er verst að þegar hann er búinn að borga þá hef ég ekkert til þess að skrifa um!