föstudagur, febrúar 20, 2004

Ég fór í bíb-testið á þriðjudaginn og komst að einu sem ég hefði svo sem getað sagt mér sjálfur. Maður á ekki að borða núðlusúpu áður en maður fer að hlaupa. Ég komst í 8-6 en þess má geta að það þykir góð fyrir einfætta konu sem er ólétt af tvíburum og er kominn 8 mánuði á leið. Ég fékk hins vegar tækifæri til að prófa aftur í gær og komst þá upp í 12-1 sem er fínt. Næst er það bara Reykjavíkurmaraþonið.

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Ég var að sjá núna að það eru komnir hlekkir á aðrar síður á bloggið hjá mér. Það vissi ég ekki en ég gruna Atla Tý um græsku. Það er hins vegar fínt því ekki kann ég að gera þetta sjálfur.
Fékk þetta komment frá einhverjum Eyjólfi sem ég þekki ekkert, en hann er greinilega mikill smekkmaður „Kom á þessa síðu frá Jarlaskáldinu....fokkin snilld.“ Vissulega er líka möguleiki að Eyjólfur þessi sé maður mikillar kaldhæðni en ég kýs að skilja hann ekki þannig því þá líður mér betur.
Er á leiðinni í þrekpróf á eftir. Ég er ekki hrifinn af því. Þetta er gamla góða bíp-testið úr grunn- og framhaldsskóla sem ég hélt að ég væri laus við að eilífu. En nei, KSÍ finnst það góða hugmynd að láta alla landsdómara taka svoleiðis próf á hverjum vetri. Maður er enn þá með seinasta skammtinn af jólasteikinni í maganum og þá á maður að hlaupa eins og einhver vitleysingur. Jamm, maður þarf að vera vitlaus til að vera dómari.