laugardagur, nóvember 16, 2002

Ég gleymdi að minnast á það að Maggi er búinn að borga mér líka. Nú eru allir skuldlausir við mig og ég hef ekkert til að nöldra yfir :(
Ég sit núna í vinnunni og læt mér leiðast. Nú hef ég oft montað mig af vinnunni minni og ekki að ástæðulausu. En núna er ég með tvo fótboltaleiki í sjónvarpinu. Annars vegrar er Hereford-Wigan í enska bikarnum og hins vegar er eitthvað sem að ég held að sé leikur í Dubaienska bikarnum!!! Annars vegar er lið í bláum og hvítum búningum og hins vegar lið í hvítum og bláum búningum. Hversu lágt er hægt að leggjast, horfa á Dubaienskan fótbolta!!!

föstudagur, nóvember 15, 2002

Ég sá í kommentunum að Þorri frændi hefur afneitað mér!!! Hmmmm. Við erum væntanlega að fara að spila fótbolta saman þannig að það er spurning hvort hann ætti ekki að hafa mig góðan. Mér skilst að það geti verið ansi óþægilegt að fá takka í hnéskelina!!!
Hmmm. Ég gleymdi annars að óska Gunna og Sollu til hamingju. Til hamingju Gunni og Solla.
Gunni var að hringja áðan og tilkynna mér að hann væri nýgiftur!!! Hvað er eiginlega í gangi? Hvað varð um steggjunina? Hvar er stripparinn? Af hverju er verið að svíkja okkur um það sem að við eigum rétt á samkvæmt ævafornum hefðum? Ég er alveg brjálaður
Arnór var að kvarta yfir því að sagan mín væri ekki fyndin lengur og að ég þyrfti að skrifa eitthvað nýtt. BULL!!! Sagan mín er enn þá fyndin og ég vil ekki heyra annað.