miðvikudagur, júní 07, 2006

Þá er maður kominn heim frá Spáni, fyrir viku reyndar, og byrjaður að vinna aftur eftir ágætis sumarfrí. Á Spáni komst ég að því að til er eitthvað sem heitir Altea Nueva, sem er gamall fallegur bær, og Altea la Vella sem er íbúðahverfi. Ef maður ætlar að fara að skoða gamla bæinn er ekki gaman að fara í staðinn í íbúðahverfið. Enn leiðinlegra er að átta sig ekki á því og ráfa um í eina og hálfa klukkustund í leit að einhverri kirkju og fatta svo að maður hefur gengið í risastóran hring. Þá komst ég líka að því að Valencia er stór borg þar sem er auðvelt að villast og ógeðslega erfitt að keyra. Svo er víst ekki sama hvar maður keyrir út úr borginni því ef maður fer öfugu megin út úr henni fer maður inn í mitt landið og þá tekur 5 tíma að komast til Benidorm en ekki einn og hálfan. Það er leiðinlegt að keyra spænska fjallvegi að nóttu til á bíl sem maður hefur aldrei keyrt áður og enn leiðinlegra ef maður er ekki alveg viss um að vegurinn liggi þangað sem maður vill fara. Þegar maður er villtur kl. 3 um nótt á bílaleigubíl og vill fara heim að sofa verður maður geðvondur. Það er gott að sofna þegar maður kemst loksins heim. Þriggja ára börnum er alveg sama á hvaða tungumáli barnaefni er. Ég hefði átt að kaupa mér fleiri föt. Konur taka þröngum fötum sem áskorun. Það er hægt að brenna mjög asnalega. Það er hægt að verða asnalega brúnn. Dádýrakjöt er gott. Þegar maður kemur heim eftir svona ferð er maður ekki í góðu formi. Það er erfitt að byrja að vinna þegar maður kemur heim. Það er enn erfiðara þegar maður byrjar á 14 tíma vinnudegi.
Meira seinna. Borða nammi.