föstudagur, október 25, 2002

Eftirtaldir eru búnir að borga: Lilja og Arnór. Sem þýðir að Þverbrekkingurinn, Líney og Kjartan skulda enn þá. Ég er að vísu hættur við að senda stóra menn heim til Magga til þess að heimta peningana, heldur tel ég vænlegra að gefa honum ótæpilega í staupinu. Ég treysti honum alveg til að skaða sig meira sjálfur en aðrir gætu skaðað hann.

fimmtudagur, október 24, 2002

Mér leiðist svo mikið að gera ekki neitt að ég ákvað frekar að fara út að hlaupa en hanga heima og spila CM. Hljóp 7 km og fór svo í sund. Hélt svo upp á heilsuræktarátakið með því að fá mér feita pulsu og Kók á Select. Sæmilegt það.
Nú ætla ég að verða leiðinlegur og nota þetta blogg til þess að rukka fólk. Eftirtaldir skulda mér peninga vegna afmælisgjafa: Kjartan 3000 kr, Þverbrekkingur 3000 kr + 998536 kr vegna prófarkarlesturs, Líney 3000 kr, Lilja 1000 kr, afmælisbarnið 1500 kr. Stórir menn frá fyrirtækinu „We break thumbs“ verða sendir heim til ykkar fljótlega til þess að innheimta. Takið vel á móti þeim :)
Loksins, loksins. Commentin virkuðu hjá mér. Heiðurinn af því fær hún Lilja sem að fylgdi mér í gegnum allt ferlið. Húrra!!!
Mig langar bara til þess að óska Arnóri Nóra til hamingju með afmælið. Ekki hélt ég að svona lítill maður gæti náð svona háum aldri.

miðvikudagur, október 23, 2002

Er núna að horfa á Commando í vinnunni. Ég á reyndar ekki ekki að gera það, en hverjum er ekki sama. „Remember when I told you I'd kill you last? I lied“ Gargandi snilld!!!
Ætla að reyna að koma commentum aftur á sinn stað. Ég kann ekkert á þetta en ef að Lilja gat það á hjálpar þá hlýt ég að geta það líka.
Annars varð ég fyrir miklum vonbrigðum með strákana í gær. Ég hélt að ákveðið hefði verið að hafa þriðjudagskvöld Kanakvöld. Ég henti konunni út og æfði mig heima í tvo tíma, en svo heyrði ég ekki í neinum og því varð ekkert úr kvöldinu. Getur verið að menn séu orðnir hræddir???
Ég sit núna í vinnunni og var að horfa á Man. Utd og Olympiakos. Það er svo sem ekkert sérstakt um þennan leik að segja nema að Man. Utd. vann öruggan sigur. Það er ekki ætlun mín að tala mikið um fótbolta hérna, heldur frekar þá skemmtilegu staðreynd að ég var að sitja í vinnunni og horfa á leikinn. Og það besta er að ég þarf ekki að stelast til þess, heldur er ætlast til þess af mér að ég horfi á fótbolta!!! Ég veit að flestir sem lesa þetta vita þetta og margir hafa einmitt sagt við mig að þeir öfundi mig af þessu starfi. Við þá hef ég bara þetta að segja „gott á ykkur.“