þriðjudagur, janúar 24, 2006

Mér bárust ægilegar í fréttir í vinnunni í dag. Gera á hlé á sýningum Bold and the Beautiful og eins og það sé ekki nóg, þá á að sleppa úr einhverjum 300 þáttum og halda svo bara áfram eins og ekkert hafi í skorist. Er þetta hægt? Er hægt að leggja þetta á fólk? Gamalt fólk og sjúklinga? DV-menn voru kallaðir morðingjar. Að mínu mati er þetta ekkert annað en morðtilraun, að minnsta kosti við sjónvarpsmenningu Íslendinga. Skamm, svona gera menn ekki.

mánudagur, janúar 23, 2006

Ég kynni til sögunnar nýjan bloggara, stórdómarann og rokkstjörnuna Garðar Örn Hinriksson. Síðuna hans má finna hér. Njótið vel.