föstudagur, október 28, 2005

Hægt er að fylgjast með ferðum Mikka refs í Seattle á Netinu. Einnig er kominn hlekkur hér til hægri fyrir þá sem þekkja til.
Ég sá að Arnór bætti mér aftur inn á listann yfir virka bloggara. Það er mikill heiður sem ég verð að standa undir. Það hefur þó ekki mikið gerst hjá mér, síðustu tvo miðvikudaga hef ég verið sendur í neðra eins og það kallast hér á Lynghálsinum, en þá var ég sendur í Skaftahlíðina til þess að lesa úrvalstímaritið Sirkus (hóst, leiðindi, hóst). Þar hitti ég Arnór fyrir annan daginn og við rifjuðum upp gamla tíma og fórum á Subway. Síðasta sunnudag fórum við Auður svo með Sóleyju, litlu frænku Auðar, í smábíltúr. Við fórum og fundum hesta og gáfum þeim brauð og Sóley ætlaði að gefa hestunum snuðið sitt en guggnaði svo á því á síðustu stundu. Svo fórum við niðrí fjöru einhvers staðar og hittum á svona ljómandi skemmtilegan mann sem hótaði okkur öllu illu ef við hypjuðum okkur ekki af einkalóð hans og spurði meðal annars hvort við ætluðum að halda því fram að hann mætti ekki vera á lóðinni. Sóley fór að gráta og ég var nálægt því að grafa manninn á þessari einkajörð hans en það hefði verið of gott fyrir þennan mann, ef mann skyldi kalla (Tilv. ?Maðurinn ætlaði að borða Sóleyju!? Gaman að því. Svo fengum við ís og allt varð gott. Þá komu Helgi, Anna Kristín og Anna Alexandra í heimsókn og þá varð allt enn betra. Lokaorð þessa dags hjá Sóleyju voru: ?Oddbeggu, fú ert kúkalabbi.? Svo mörg voru þau orð.