miðvikudagur, janúar 18, 2006

Undanfarna viku höfum við Auður dvalið að Fannafold þar sem við höfum passað krakkagemlinga þrjá. Þessa vikuna hins vegar flytjum við með krakkagemlinga þessa heim til okkar. Af því tilefni kom pabbi í heimsókn um daginn og klambraði saman gömlu rúmi sem Auður á. Þegar þessir gestir fara mun rúmið standa eftir. Ef að einhver er á leið upp í sveit og vantar þar gistingu þá er bara að hafa samband.
Það er leiðinlegt að gubba. Það er leiðinlegt að gubba tvo daga í röð. Enn leiðinlegra að gubba þrjá daga í röð. Svona heldur það áfram. Heilsan hefur ekki verið góð undanfarna daga. Það er leiðinlegt. Er skárri núna, gubbaði ekki í gær. Hvort það er af því að ég er að verða betri eða af því ég borðaði svo lítið er ekki gott að segja. Gubb er vont.
Versta spurning sem maður getur spurt vin sinn er þessi: "Geturðu gert mér greiða í nótt?" Vini mínum leist ekkert á blikuna þegar ég hóf MSN-samtal á þessum orðum. Engu að síður gerði þessi vinur minn mér greiða og ég er ánægður.