sunnudagur, maí 26, 2002

Dagurinn í gær (laugardagurinn) var góður dagur!!! Ég byrjaði á því að vinna í 15 tíma við kosningarnar og
gerði mitt besta til þess að klúðra minni kjördeild en tókst það ekki. Mér tókst þó greinilega að fara mjög í
taugarnar á einum sjálfstæðismanninum sem sat í kjördeildinni og var mjög dónalegur og ásakaði mig um að hafa
rangt við og hótaði mér öllu illu. En bæði þeir sem sátu á undan honum og einnig þeir sem komu á eftir voru mjög
skemmtilegt fólk sem auðvelt var að vinna með. En þessi maður var sem sagt helv%&&#""/$=$-ingi!!!
En hvorki þetta atvik né fimmtán tíma setan í kjördeildinni varpaði skugga á það sem gerðist síðar um kvöldið.
Eins og margir vita hef ég ekki farið leynt með aðdáun mína á leikkonunni Þórunni Lárusdóttur, enda er hún önnur
tveggja fallegustu kvenna í heiminum, en hin er að sjálfsögðu Cameron Diaz. Í gær hlotnaðist mér sá heiður að hitta Þórunni í fyrsta skipti og ekki nóg með það, heldur áttum við saman yndislega nótt heima hjá henni þar sem ástin blómstraði og við gátum vart haft augun hvort af öðru allt kvöldið. Eða það minnir mig að minnsta kosti.
En Laufey bauð okkur Arnóri (aðallega mér samt, Arnór var bara heppinn að vera með) sem sagt í partý heima hjá Þórunni þar sem að vel var tekið á móti okkur og við nánast teknir í guðatölu hjá sumum vegna þess að við kunnum nánast alla texta sem voru sungnir þetta kvöldið. Það var loksins vináttan við Kjarra nýttist í eitthvað annað en að fá bara góð sæti í bíó...
En hér með lýsi ég því yfir að Þórunn Lárusdóttir er mesta beib sem að ég hef á ævinni kynnst og
hún kyssti mig á kinnina þegar ég fór úr partýinu hjá henni um kvöldið og það var leitun að hamingjusamari
manni í bænum það kvöldið.
Ég ætla að giftast Þórunni Lárusdóttur þegar ég verð stór!!!


Ps. Það eina sem skyggði á kvöldið var það að ég þurfti að vakna snemma um morguninn til þess að fara að dæma.
Þegar ég svo mæti á staðinn nánast ósofinn þá er mér sagt að það hafi nú verið óþarfi hjá mér að mæta því að það
vantaði ekki dómara!!!