miðvikudagur, ágúst 28, 2002

Ég var að minnast á það áðan að ég hefði keypt mér nýjan síma. Ef að einhver vill fá síma þar sem sést bara 2/3 af skjánum þá endilega látið mig vita.
Ég gleymdi alveg að minnast á Mumma í blogginu mínu. Það var ljótt af mér enda er Mummi einn í hinni stóru Ameríku og er loksins búinn að setja hlekk á mig á síðuna sína. En hann ætlar að kaupa handa mér Mark Eaton peysu ef hann finnur svoleiðis. Ég óska Mumma góðs gengis í USA og hlakka til að lesa meira um ævintýri hans.
Af því að ég hef ekkert að segja ætla ég bara að hlaða svona drasli hérna!!!

Which Trainspotting Character Are You?


Er ekki frábært að vera atvinnulaus. Það finnst okkur Nóra allavegana. Mítt eina skylduverk þessa dagana er að vakna með Auði og skutla henni í skólann, en eftir það get ég farið heim aftur og sofið lengur. Það geri ég líka! Þegar ég vakna aftur fer ég svo að glápa á sjónvarpið og reyni að þrauka daginn einhvern veginn. Það er ekki auðvelt en ég gef mig ekki og með hjálp góðra manna tekst mér yfirleitt að komast hjá því að gera nokkurn skapaðan hlut. Í gær tókst mér að verða 100.055 kr fátækari en ég var þegar ég vaknaði. Ég borgaði tryggingarnar af bílnum tvo visareikninga, keypti nýjan síma og gerði upp steggjapartýið hans Ása. Þegar ég var búinn að því var ég búinn að eyða 99.400 kr. Þá hringdi Arnór og plataði mig með sér á KFC. Þar pantaði ég fyrst fyrir 595 kr en ákvað svo að bæta við gosi bara til þess að komast yfir 100.000 kr. Sæmilegt það. Annars var ég að finna mér smá verkefni sem ég þarf að klára fljótlega. Ég var að taka aðeins til heima (í alvöru) og fann BA-ritgerð Þverbrekkingsins sem að ég var víst búinn að lofa að lesa yfir. Ég fékk hana í maí og því er kannski kominn tími til þess að kíkja eitthvað á hana. Sem betur fer fyrir mig hefur Þverbrekkingurinn verið fullur síðan hann lét mig hafa ritgerðina og hefur því ekki angrað mig mikið. Ég var aðeins byrjaður á henni og ÞVÍLÍK LEIÐINDI. Ég er ekki að dissa ritgerðina sem slíka, enda er ég viss um að hér er um brautryðjendaverk á sviði sálfræðinnar að ræða. En fyrir meðaljón eins og mig, sem ég er óumdeilanlega er þessi ritgerð gersamlega óskiljanleg og það sem verra er; í henni er mikið talað um alls kyns raskanir, kvíðaraskanir og alls kyns svoleiðis rugl. Þegar maður les þetta er ekki laust við að maður kannist við þetta allt saman og maður verður bara þunglyndur við að lesa þetta. Kannski er Þverbrekkingurinn bara að afla sér framtíðarkúnna með því að dreifa þessari ritgerð!
Prófaði að taka þetta próf sem ég fann hjá Nóra. Er ekki eitthvað einkennilegt við þetta!

Who's your daddy?? Find out @ blackhole