mánudagur, september 18, 2006

"Piff... þá skulum við bara vona að þú þurfir ekki að ómaka þig í því að flækjast hingað norður. Við plumum okkur líka bara ágætlega án svona hrokagikkja!"

Þessi athugasemd kom við ferðasöguna mína sem ég hripaði niður um daginn og þar á meðal þessa athugasemd. "Þá á ég bara Norðulandið eftir í þessum mánuði en þar er hvort eð er ekkert að sjá og ekkert gott hefur komið þaðan þannig að það skiptir ekki máli." Ég er miður mín vegna þessa og bið alla Norðlendinga að sjálfsögðu afsökunar. Á Norðurlandi er margt fallegt að sjá og þaðan kemur margt gott; þar á meðal kirkjutröppurnar, Bautinn, Sverrir Friðriksson (það er undir hverjum og einum að gera það upp við hann hvort hann sé góður eða fallegur eða hvort tveggja), Magni frá Grenivík, eitt fallegasta vatnsfall landsins, Glerá, og svo margt fleira sem ég get ekki nefnt í augnablikinu. En sem sagt, Norlendingar, ég biðst afsökunar.

sunnudagur, september 17, 2006

Þetta finnst Auði fyndnast í heimi. Ég held að hún haldi að ég sé líka svona á vellinum.