þriðjudagur, júní 18, 2002

Ætlaði að bara að bæta einu við. „Harpa, ef að vinkonur þínar skipta um skoðun, láttu mig þá endilega vita“
Ég hef orðið fyrir miklu aðkasti undanfarið vegna þess að ég er ekki einn þeirra sem tel nauðsynlegt að punkta niður hvert einasta smáatriði sem hendir mig á lífsleiðinni. Meðal þeirra sem eru að gagnrýna mig eru vinnufélagar mínir: bræðurnir Arnlaugsson og Arnór. Þetta finnst mér ekki fallegt því að ég er viðkvæm sál sem tek svona gagnrýni mjög illa. Þess vegna finnst mér að þessir ættu að skammast sín og biðja mig afsökunar!!! Og munið „aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Ég fór í útilegu um helgina og skemmti mér þar ágætlega. Hitti fjölmargt fólk og skemmti mér ágætlega. Mágkona Arnórs gerði sitt besta til þess að koma mér í kynni við vinkonur sínar og kynnti þær jafnan með orðunum „Oddi, þetta er ...... Hún ætlar að sofa hjá þér í nótt“ Eitthvað virtust vinkonurnar ekki vera á sömu bylgjulengd og því varð ekkert meira úr því. En ástæðan fyrir því að Harpa (mágkona Arnórs) var að reyna að koma mér saman við einhverja af vinkonum sínum var sú að Arnór fullyrti að ég væri eini „single“ maðurinn í hópnum!!! Heldur varð hann niðurlútur þegar honum var bent á að hann hefði gleymt sjálfum sér. En Harpa sagðist hafa lesið bloggið mitt og sagði að ég væri skondinn kall. Ég kýs að halda að það sé jákvætt. Á laugardagsmorguninn fór ég að vinna með Nóra, Mumma og Gulla upp á Nesjavöllum þar sem að við vorum sérlegir lífverðir kínakallsins sem var hérna. Það er þvi okkur að þakka (eða kenna) að hann slapp óskaddaður frá þeim hörmungum sem hugsanlega hefðu getað dunið yfir hann. Við búumst því fastlega við því að fá Kínversku fálkaorðuna fljótlega. Arnór segist vera að útskrifast næstu helgi. Ég á nú bágt með að trúa því. Á öllum mínum skólaferli hef ég ekki kynnst manni sem lærir jafn lítið, skrópar jafn mikið í tíma og reynir að hafa jafn lítið fyrir hlutunum. Jú, ég man að vísu eftir einum ??????