þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Þá er komið að NBA spánni fyrir 2004-2005 tímabilið. Mummi og Nóri munu einnig birta sínar spár og lok tímabilsins verður spáin gerð upp og sá sem tapar verður húðstrýktur á almannafæri og settur í gapastokk. En hér kemur spáin...

MVP

Tim Duncan (Spurs). Spurs verða bestir og hann er besti leikmaður liðsins. Fær þó harða samkeppni frá Garnett.

NBA-lið ársins

Fyrsta lið:
C. Shaquille O?Neal (Miami) Hver annar?
F. Tim Duncan (San Antonio) Sá besti
F. Kevin Garnett (Minnesota)Hugsanlega líka sá besti
G. Kobe Bryant (Lakers) Af því að hann verður hér hvað sem hann gerir
G. LeBrin James (Cleveland) Ekki að hann eigi það skilið en hann er bara svo vinsæll

Annað lið:
c. Yao Ming (Houston) ? Áberandi næstbesti centerinn
F. Jermaine O?Neal (Indiana) ? Ef Duncan og Garnett væru ekki svona fáranlega góðir væri hann ofar.
F. Andei Kirilenko (Utah) ? Springur út í vetur
F. Tracy McGrady (Houston) ? Af gömlum vana
F. Allen Iverson (Philadelphia) ? Af gömlum vana
Þriðja lið:
C. Ben Wallace (Detroit) ? Hver annar?
F. Peja Stojakovic (Sacramento) - Skorunarvél og er í þokkalegu liði
F. Dirk Nowitski (Dallas) - Skorunarvél og er í þokkalegu liði
G. Jason Kidd (NJN) Fer samt eftir því hvað hann spilar mikið
G. Michael Redd (Milwaukee) Sleeper

Nýliði ársins

Emeka Okafor (Charlotte) ? Ekki mikið af impact leikmönnum í þessu drafti. Hann virðist vera tilbúinn ólíkt mörgum öðrum nýliðim sem þurfa 2-3 ár til að sanna sig. Hann vinnur því helst vegna þess að aðrir eiga það ekki skilið.
Nýliðalið ársins
Ég leyfi mér að nota orð Mumma hér:
?Vá, þetta er erfitt val. Þetta verður eflaust ágætur árgangur síðar meir, en nú í ár eru svo margir ungir og óreyndir að það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta. Í raun er þetta helst spurning um hverjir fá að spila eitthvað í vetur.?
Gæti ekki sagt það betur sjálfur.

Fyrsta lið:

Emeka Okafor (Charlotte) Ef hann er besti nýliðinn hlýtur hann að vera í nýliðaliðinu
J.R. Smith (Hornets)Þekki svo sem ekki mikið til hans en heyrði að hann væri mögnuð skytta
Andrei Iguodala (Philadelphia) Byrjar inn á í vetur. Held að hann sé mjög solid
Devin Harris (Dallas) Byrjar væntanlega inn á. Verður með fínar tölur.
Ben Gordon (Chicago) Á eftir að skora mikið en verður með lélega hittni
Annað lið:
Al Jefferson (Boston) Hef trú á þessum strák, verður solid á 1. ári
Dwight Howard (Orlando) Mun standa sig ágætlega á 1. ári en ekkert stórkostlegt
Beno Udrih (Spurs) Spurs hafa lag á að fá góða erlenda leikmenn aftarlega í valinu, sbr. Tony Parker
Luol Deng (Chicago) Solid, en 9-10 stig, 4 fráköst 1-2 stoðsendingar
Dorrell Wright (Miami) Þekki ekki mikið til hans en hann spilaði ágætlega í pre-season held ég

Varnarmaður ársins

Andrei Kirilenko (Utah) Verður á topp 3 listanum yfir stolna bolta og varin skot + að taka 8-10 fráköst

Varnarlið ársins

Ben Wallace (Detroit) ? Augljóst
Kevin Garnett (Minnesota) ? Munar litlu á honum og Duncan
Andrei Kirilenko (Utah) ? Augljóslega
Bruce Bowen (San Antonio) ? Spyrjið bara Ray Allen
Ron Artest (Indiana) ? Má færa rök fyrir því að hann sé SG

Sjötti maður ársins

Matt Harpring (Utah)- Mun skora í kringum 15 stig og taka 7-8 fráköst af bekknum

Þjálfari ársins

Stan Van Gundy (Miami). Jerry Sloan ætti að vinna þetta en ég hef grun um að hann geri það ekki því menn búast við of miklu af liðinu. Miami er tískulið sem allir fylgjast með.

Framkvæmdastjóri ársins

Joe Dumars (Detroit) - Antonio McDyess og Carlos Delfino verða góðir og Dumars er well respected.
Endurkoma ársins

Væri gaman ef það yrði Grant Hill en ég hef ekki trú á því. Væri líka gaman ef það yrði T.J. Ford. Hann virkar fínn náungi. Tvö nöfn koma upp í hugann: Raef LaFrentz hjá Boston sem hefur verið meiddur lengi og Malik Rose hjá San Antoniosem hefur verið í hundakofanum hans Popovich. Mitt val. Malik Rose.

Vonbrigði ársins

Denver - Carmelo fer í fýlu, Camby meiðist, Martin lemur einhvern og verður dæmdur í bann.

LVP (Least Valuable Player)

Glenn Robinson. (Philadelphia) Fær allt of mikið borgað, spilar ekki vörn, er cancer í búningsherberginu og liðin hans vinna aldrei.

Playoff-lið, austan

Þrjú góð lið. Eitt þeirra gæti orðið (verður) hræðilegt ef (þegar) aðalmaðurinn meiðist. Svo gæti maður þess vegna dregið hin nöfnin úr potti.

Detroit - Vinnur Miðdeildina eftir harða keppni við Indiana
Miami - Vinnur Suðausturdeildina eftir harða keppni við ekki neinn
New York - Eftir 50 ár verður þetta talið lélegasta liðið til að vinna deild í NBA. Boston og Philadelphia gætu veitt þeim harða keppni um 1. sætið.
Indiana - Næst besta liðið í austrinu
Boston - Gætu orðið betri en maður heldur
Philadelphia - Menn búatst ekki við miklu af þeim og þeir gætu komið á óvart. Þurfa að losa sig við Glenn Robinson
Cleveland - Það er bara of mikið af lélegum liðum í austrinu. Eru með dísent stóra menn + LeBron. Ætti að duga.
Orlando - Eru með sæmilega breidd. Howard og Hill eru þó spurningamerki.

Bubble lið: New Jersey. Fer allt eftir Jason Kidd. Spilar hann? Verður hann seldur? Þetta gæti líka orðið hræðilega lélegt lið.

Playoff-lið, vestan

Spurs - Vinna Suðvesturdeildina örugglega
Minnesota - Vinnur Norðvestrið
Sacramento - Þó að þeir hafi dalað eru þeir samt þrusugóðir. Ostertag skorar 13 stig í leik og tekur 11 fráksöst. Jerry Sloan drepur hann.
Dallas - Nowitski og Finley eru enn þá þokkalegir. Dallas verður erfitt
Houston - Ef allt smellur saman gætu þeir orðið ofar. Gætu líka lent neðar ef Tracy hagar sér eins og hann á til að gera.
Utah - Get bara ekki sett þá neðar.
Portland - Held að allt gangi upp hjá þeim. Spurning hvað þeir fá fyrir Rahim.
Memphis - Hubie heldur áfram að koma á óvart. Gasol verður góður.


Bubble lið: Denver. Mér líkar ekki við þetta lið. Carmelo er asni.

Sigurvegari austurdeildar

Detroit Pistons ? Never underestemate the heart of a champion
Sigurvegari vesturdeildar

Spurs. - Sorrý Mummi.

NBA-meistarar

Spurs - Þeir sigla í gegnum þetta. Þeir munu líka sweepa Utah í regular seasoninu 5. árið í röð.