miðvikudagur, janúar 15, 2003

Fór á æfingu hjá Ótta á mánudaginn. Það eru í sjálfu sér ekki tíðindi en ég skoraði hins vegar og það eru allmikil tíðindi á þessum bæ.
Þá er Arnór farinn til útlanda ásamt Þverbrekkingnum og öðru fríðu föruneyti. Magnús er ekki partur af fríða föruneytinu, heldur er hann annað föruneyti. Ég óska þeim góðrar ferðar og vona að þeir kaupi eitthvað fallegt handa mér!
Þá er ég loksins búinn að fá fyrstu einkunina mína, en ég fékk 8,5 í öðru faginu sem ég tók. Eins og áður hefur komið fram þá man ég ekki einu sinni hvað þetta heitir en ég held samt að ég geti verið ánægður. Núna er ég að reyna að byrja á lokaverkefninu mínu sem mun líklega snúast um það að ég ætla að reyna að búa til kennsluefni þar sem fjallað er um börn og unglinga í fornsögum. Meira veit ég ekki í bili en ég mun láta vita hvernig gengur.