miðvikudagur, maí 10, 2006
Ég var að fá niðurröðunina frá KSÍ fyrir fyrsta mánuð tímabilsins og verð að segja að ég er bara þokkalega ánægður. Fyrsti leikur er sunnudaginn 14. maí, viðureign Víkinga og Fylkismanna, en auk þess fékk ég tvo aðra leiki í efstu deild, þrjá í fyrstu deild, þrjá í bikarnum og einn í efstu deild kvenna. Í fyrra fékk ég samtals tvo leiki í efstu deildinni þannig að þetta hljóta að vera framfarir hjá mér. Sjáumst á vellinum, ég verð maðurinn með fánann...
mánudagur, maí 08, 2006

Fyrirsætuferillinn heldur áfram. Ef farið er inn á ksi.is má oft sjá þessa mynd efst á síðunni. Þess má geta að það er gert í óþökk minni og ég væri alveg brjálaður ef að ég væri ekki bæri ekki svona af á þessari mynd. Umboðsmaðurinn minn er að vinna í málinu og ég á væntanlega von á fúlgu fjár síðar meir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)