miðvikudagur, október 02, 2002

Jæja er þá ekki best að fara að reyna að segja eitthvað af viti hérna. Það er víst orðið ansi langt síðan síðast og ýmislegt hefur á daga mína drifið síðan síðast. En ég nenni bara ekki að segja frá því öllu hérna, enda hafa aðrir menn, mér ritfærari þegar skrifað eitthvað um það annars staðar. Ég ætla bara að nefna það að hann Sjonni er mikill öðlingur, en hann nennti að keyra mig upp í Grafarvog úr afmæli Dengsa og Nóra. Afmælið var annars alger snilld og eiga þeir félagar heiður skilinn. Ég ætla ekkert að tala um ritgerð Densa frá Írlandsför hans, enda hafa nógu margir gert það. Gaman að heyra að Mummi er enn þá að hugsa um Mark Eaton peysuna mína og ég vona að hann fari að koma sér í Mall of America. Ég ætla einnig að minnast aftur á Hauk, því hann var að senda mér SMS og segist ætla að minnast mín í ævisögu sinni. Það verður gaman að vita hvað hann gerir ef ég minnist á hann aftur. Kannski verð ég einkaerfingi hans!!! Ég ætla ekkert að minnast á bikarleikinn um daginn enda sorgarsaga. Ég ætla bara að vitna í Dengsa þegar hann sagði „Kjartan Sturlaugsson er lélegasti markmaður á Íslandi.“ Ég hefði ekki þorað að segja þetta með Kjartan standandi fyrir aftan mig, en Dengsi gerði það.