miðvikudagur, júlí 31, 2002

Mummi er að segja frá því að hann hafi rifið tvö pör af gallabuxum á síðustu dögum og sé núna að verða gallabuxnalaus. Þeir sem hafa séð Mumma verða ekki hissa á þessu enda er maðurinn með afbrigðum stæltur, enda sigraði hann með yfirburðum í keppninni „Stæltasti rass Nesjavalla 2002.“ Að vísu vorum við bara þrjú í keppninni og við Mummi vorum aðallega með til þess að geta káfað á rassinum á henni Fjólu, en Mummi er engu að síður vel að sigrinum kominn. Annars hefur verið nokkuð mikið að gera hjá mér í djamminu að undanförnu. Nánari lýsingar á því flestu má finna hjá Nóra, en til þess að sjá var hjá mér má yfirleitt deila í sögurnar hans með 4. En það helsta sem hefur gerst hjá mér er þetta. Tvö vinnupartý, innflutningspartý hjá Gunna og Sollu þar sem að ég endaði með því að bjóða einhverjum Könum, sem ég hafði aldrei séð áður, með mér á djammið og borgaði inn á ball fyrir þau bara vegna þess að ég var með pening í vasanum. Ég kvartaði hástöfum yfir því að við skildum hafa mætt svona seint á ballið því að við náðum bara 2-3 seinustu lögunum. Þá var mér sagt að við hefðum verið þarna í rúma tvo tíma og verið dansandi allan tímann. Ég ætla aldrei að drekka tekíla aftur!!! Svo fór ég í stórt partý fyrir norðan þar sem að áfengið flaut í út um allt, út um munna og nef og hámenntaðir stærðfræðingar ákváðu að það væri góð góð hugmynd að stela bát og fara að sigla út á Eyjafjörðinn án þess að vera í björgunarvestum. Ég hefði haldið að þetta væri góð hugmynd, en fyrst að margir sprenglærðir stærðfræðingar reiknuðu út að þetta væri snjallræði, þá get ég ekki mótmælt því. Ein hugleiðing! Er þjóðerniskennd okkar Íslendinga að minnka. Þverbrekkingurinn tók með sér geisladisk norður þar sem m.a. var að finna íslenska þjóðsönginn. En í hvert skipti sem að við reyndum að spila hann vorum við púaðir niður og heimtað að það yrði slökkt á þessu rugli!!! Hvað er að fólki?